Þemun í ár: Smástrákar og full-(komn)-orðnir karlmenn

Ungir og álitlegir karlsöngvarar eru áberandi í keppninni í ár, svo áberandi að okkur fannst það jaðra við þema þegar hver þjóðin á fætur annarri sendir ungan sætan (smá) strák sem básúnar lag og texta sem kona tengir alls ekki við hugarheim unglinga.

Á hinn bóginn eru samt alltaf flottir og álitlegir karlmenn á stóra sviðinu í Júró og það eru engar nýjar fréttir. Á hverju ári gera t.d. vinkonur okkar í Noregi (Good evening Europe) sína topplista yfir „heitustu keppendurna“ og við dáumst að hugmyndaauðgi þeirra og kímnigáfu (yes, Astrid and Guri – we are complementing you on your great Hotlists, we always follow them! Keep up the good work!) Þar fá sjarmörarnir að skína og þær leita þá uppi á hinum ýmsu viðburðum og leyfa öllum þeirra helstu mannkostum að njóta sín. Án þess að gera neina tilraun til að herma eftir þeim, viljum við leitast við að veita föngulegum karlpeningnum í ár dálitla athygli.

Boybandið

Yngstu drengirnir í ár gætu stofnað með sér Júró-boybandið New Direction on the Western Block eða eitthvað í þá áttina. Þeir hafa hver sinn eiginleika sem tilheyra alltaf svona boybandsuppröðun; hinn spænski Manel er hressi brimbrettaskyrtugaurinn sem grípur í körfuboltann, Isahiah frá Ástralíu er þessi dökki og dularfulli sem verður að vera í hverju boybandi, Írinn Brendan er gáfulegi, mjúki gaurinn með gleraugun og háu röddina sem hvert boyband verður að hafa og Kristian frá Búlgaríu er krúttið með frekjuskarðið – og kannski skápahomminn? Ef þetta boyband hefði komið fram þegar við vorum 14 ára, hefðum við svo sannarlega kolfallið fyrir þeim. Mögulega er sjarmi þeirra samt bundinn við yngri aldurshópa en kannski ekki. Þegar þetta er skrifað eiga þeir flestir eftir að æfa á sviðinu svo að við eigum eftir að sjá þá þar.

Metró-mennirnir

Þetta eru þessir hreinu og stroknu herramenn sem ilma jafnvel og þeir líta út. Þar er Svíinn Robin Bengtsson sennilega efstur á blaði – en sumir kveða svo fast að orði að kalla hann mennsku útgáfu Kens hennar Barbiear. Sykursætur og fullkominn er hann vissulega, algjörlega í stíl við lagið sitt. Alex Florea frá Rúmeníu er líka mættastur með man-buninn sinn, kýpverski Hovig með mátulega skeggrót og austurríski Nathan klæðir sig óaðfinnanlega. Aðrir sem heilla (mismikið þó) eru Koit Toome frá Eistlandi og Jimmie Wilson fyrir hönd San Marínó en þeir eru kannski dálítið lifaðir og oldskool sem og Omar Naber frá Slóveníu. Þeir hafa þó allir þennan metrósjarma. Töffararnir sem tilheyra metróhópnum eru alveg á indí-jaðrinum. Það eru þeir Artem úr hvítrússneska Naviband sem hristir krullurnar og svölu guttarnir úr Triana Park frá Lettlandi; Edgars, Kristaps og Artūrs. Það væri nú ekki leiðinlegt að hanga með þeim: Svo svalir að nöfnin þeirra eru öll í eignarfalli (djók!)

Dívurnar

Í öllum keppnum Júróvisjón koma einhverjar dívur fram á sjónarsviðið og keppnirnar væru sannarlega fátæklegri án þeirra. Við erum kannski vanari því að dívurnar okkar séu kvenkyns (hæ, Hera Björk!) en karlar geta svo sannarlega verið dívur líka og Svartfellingurinn Slavko og Jacques hinn króatíski eru sko það og meira til! Þeir stela senunni, fjallmyndarlegir og persónuleiki þeirra er nánast stærri en þeir sjálfir – they’re here, they’re queer and you better get used to it! Auðvitað elskum við þá, dýrkum og dáum en stundum getum við ekki meir en bara myndina – hljóðið og hreyfimyndin er um of!

Indí-yndið

Screen Shot 2017-05-01 at 10.09.05

Hann Salvador okkar Sobral frá Portúgal verðskuldar sinn eigin flokk sem indíhipster. Sjarmerandi og afslappað útlit hans tónar svo vel við lagasmíðina sem hann flytur og þrátt fyrir að skarta man-bun eins og metrómenn er svona notaleg óreiða í kringum hann og skegghýjungur sem er bara akkúrat eins og hann á að vera. Hjarta fyrir Salvadorable!

Mucho Macho 2017

Þá er það flokkurinn sem er stútfullur af testósteróni. Yfir-testósteróninn í ár virðist vera hann Fransesco okkar, hann ber þetta kynþokkafulla yfirbragð Ítalanna sem er laust við að vera hrokafullt (eða kannski bara mátulega hrokafullt) og brosið er milljóna króna virði. Við höfum líka heyrt því fleygt að hann sé útlimalangur í öllum skilningi þess orðs, leggjum ekki meira á ykkur! Norski söngvarinn og partíljónið Aleksander heillar okkur líka á sama hátt og hinn ísraelski Imri og finnski Lasse úr Norma John *dæs*. Aðrir sem rétt er að nefna eru Joci Pápai frá Ungverjalandi sem hefur þetta etníska yfirbragð og úkraínski og flúraði söngvarinn Yevhen að ógleymdum Epic Sax Guy (Sergey; sem við að sjálfsögðu elskum frá því í Osló 2010) og félögum úr Sunstroke Project, þeim Antoni og Sergey.

Auðvitað fögnum við fjölbreytileikanum, fullmeðvitaðar um að útlitið er ekki allt og að þessir myndarlegu menn séu ekki að keppa eingöngu út af því hvernig þeir líta út, en þetta er allt saman hluti af Júró-heildinni. Útlit, framkoma, söngur; þetta skiptir allt máli og talar hvert við annað.

Ef við ættum að lokum að útlista hverjir það væru sem við myndum sérstaklega sækjast eftir selfies með í Kænugarði, með stjörnur í augunum, væru það þessir myndarlegu menn:

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s