Dagbók Flosa: Júró-Flosi spáir í Undankeppni 2

 

Flosi með vín í Vín

Þá er Júró-Flosi kominn aftur og ætlar að fara yfir lögin úr seinni undariðlinum. Hann lætur að vanda allt flakka og spurning hvort þið séuð sammála honum. Svo það sé tekið fram eru þetta skoðanir hans á lögunum áður en æfingar hefjast í Kænugarði og það er næsta víst að eitthvað breytist að þegar þær líta dagsins ljós!

Jæja elsku dúllurnar mínar ég á mjög erfitt með að finna 10 lög til að fylla upp í en það eru nokkur sem eru að vinna á. Eftir að hafa hlustað á öll lögin, tekið þau lög sem gripu þá og síðan tekið þau lög sem unnu á var samt erfitt að velja. Þá fór ég yfir í veðbankana og pólitíkina sem ég geri aldrei en var nauðsyn núna!  Hér eru helstu niðurstöður en ég fjalla nánar um hvert og eitt lag í videoinu.

Serbía: Flott nútíma popplag, vona að nakti strákurinn fylgi með.
Makedónía: Svolítið Robyn-legt lag og ég elska Robyn. Jana hefur hins vegar verið flöt í fyrirpartýjunum.
Rúmenía: Jóðl og rapp saman, þetta er Júróvision!
Holland: Ég elska fallegar raddútsetningar og þær eru geggjaðar live.
Írland: Sætur strákur og þetta var eitt af þeim lögum sem greip við fyrstu hlustun, en hann hefur verið slappur live.
Noregur: Slöpp undankeeppni í ár í Noregi en það skásta vann og þetta lag vinnur á.
Sviss: Ég get ekki hætt að syngja viðlagið þó að þetta sé búið að vera lengi í spilun, en þetta gæti líka endað í neðsta.
Búlgaría: Hér er þvílíkur hæfileiki drengur á ferðinni og lagið vinnur meira og meira á. Ég held að með geggjaðri sviðsframkomu þá gæti hann stolið þeim atkvæðum sem Rússar hefðu annars fengið og skilað honum í topp 5.
Eistland: Þetta er svona mitt guilty pleasure, 80’s popplag sem er með svaka húkk og minnir á danska lagið In a moment like this.
Ísrael: Þvílíkur kroppur og sjarmör, klárlega besta danslagið í ár en ekki eins gott og Golden boy.

Það eru tvö lög sem banka á dyrnar en það eru Austurríki og Grikkland. Þetta eru lög sem ég hlusta á mikið og vinna á, eins hafa þau verið að gera góða hluti í fyrirpartýjum.

En nú er bara að taka sig til og gera allt klárt fyrir ferðina. Hlakka mikið að deila með ykkur ferðinni og hvað gerist í heimi Júró-Flosa! Ekki gleyma heldur að fylgjast með á snappinu: eurovisionfreak.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s