Veðbankatjekk – 15 dagar í Júró!

pizap.com14909725607631

Biðin styttist alltaf og styttist og kominn tími til að skoða stöðuna í veðbönkunum enn á ný. Skyldi margt hafa breyst? Nú er ekki nema rétt um vika þar til fyrstu æfingar hefjast – og 15 dagar þar til fyrri undankeppnin fer fram (9. maí) – og þá fara hlutirnir að gerast!

Veðbanki Nr. 1 Nr. 2 Nr. 3 Nr. 4 Nr. 5
Oddschecker.com Ítalía Búlgaría Svíþjóð Portúgal Ástralía
Paddypower.com Ítalía Búlgaría Svíþjóð Portúgal Belgía
William Hill Ítalía Búlgaría Svíþjóð Belgía Portúgal
ESC stats.com Ítalía Belgía Frakkland Portúgal Eistland
Nicerodds.co.uk Ítalía Búlgaría Svíþjóð Portúgal Belgía
OGAE Big Poll Ítalía Belgía Svíþjóð Frakkland Eistland

Eins og við höfum líklega minnst á áður, eru OGAE Big Poll og ESC stats.com kannanasíður sem tengjast aðdáendum beint á/eru reknar af aðdáendum keppninnar meðan hinar eru opinberir veðbankar sem veðja á fleira en Júróvisjón. Á báðum stöðum eru Frakkar og Eistar inni á topp 5 en ekki í öðrum veðbönkum. Hvort það segi eitthvað meira um hina frönsku Ölmu eða Koit og Lauru er e.t.v. of snemmt að segja en þau eru þá klárlega frekar fan favorite – mögulega eru líkur Eista á að komast upp úr undanriðlinum meiri en minni, ef eitthvað er að marka þetta.

Áhugavert er einnig að sjá að Búlgarinn, sem margir hafa kallað svarta hestinn í ár, virðist ekki heilla aðdáendur eins mikið upp úr skónum og almennir veðbankar veðja á.

Við erum ánægðar að sjá að Portúgal er að færast ofar á lista veðbankanna og mjög sáttar fyrir hönd Salvadors! Isaiah hinn ástralski er líka að festa sig aðeins í sessi.

Því miður er ekki alveg nógu bjart yfir gengi Íslands í veðbönkunum og eins og staðan er í dag (24.4.) eru öll hin Norðurlöndin ofar okkur á lista.

Veðbanki Ísland
Oddschecker.com 25. sæti
Paddypower.com 26. sæti
William Hill 26. sæti
ESC stats.com 22. sæti
Nicerodds.co.uk 24. sæti
OGAE Big Poll 23. sæti

Eins og margoft hefur komið fram áður, breytist þó staðan yfirleitt þegar æfingar hefjast. Við treystum Svölu fullkomnlega til að kollvarpa öllum fyrirfram mótuðu hugmyndunum sem fólk hefur um íslenska framlagið – því þetta verður algerlega stórkostlegt á sviðinu 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s