Yfirferð laga 2017: XV. hluti

pizap.com14909564396391Úkraína

Ukraina - O.Torvald

Mynd: viva.ua

Hvað: Time
Hver: O.Torvald
Á svið: Úrslit
Gengi 2016: 1. sæti í úrslitum

Saga Úkraínu í Júróvisjon er ekki sérlega löng í samhengi við ríflega 60 ára sögu keppninnar. Úkraína steig fyrst á svið árið 2003 og hefur síðan þá bara einu sinni sleppt því að vera með en það var árið 2015. Í heildina hefur því Úkraína tekið þátt 14 sinnum.

Á heildina lítið hefur gengi Úkraínu verið nokkuð gott. Fyrsta framlag þeirra, Hasta la vista, er leynilegt uppáhald Alls um Júróvisjon og endaði í 14. sæti. Ári síðar kom Ruslana, sá og sigraði með Wild Dances sem enginn Júró-aðdáandi gleymir. Síðan þá hefur Úkraína alltaf verið með í úrslitakeppninni. Lægsta sæti þeirra í úrslitum er 19. sæti en það var árið 2005 þegar keppnin var síðast haldin í Kænugarði. Þá lenti Úkraína í 15. sæti í Baku árið 2012 með lagið Be my guest og í 12. sæti í Moskvu árið 2009 með lagið Be my valentine. Öll hin árin hefur Úkraína verið í topp 10 og í raun sex sinnum í topp 5. Hvar Úkraína lendir í ár er óljóst en það verður að teljast ansi líklegt að keppnin verði að minnsta kosti ekki haldin aftur í Kænugarði að ári!

Eyrún segir: Alls ekki svo slæmt rokklag frá bandi sem hefur verið starfandi frá 2005. Ég verð að segja að ég hlusta ekki mikið á það og hoppa oft yfir það á playlistanum en þegar maður virkilega hlustar og pælir í textanum er þetta svakalega merkingarþrunginn texti: Time against the lies / Time will give us a sign / I can make a promise / It’s our time to shine. Pólitíkin skín svo sannarlega í gegn. Ég held að Úkraínumönnum eigi eftir að ganga fremur vel í úrslitakeppninni í ár þrátt fyrir að sigurinn verði nú líklega ekki þeirra.

Hildur segir: Einhverra hluta vegna var ég búin að ákveða að mér þætti lagið leiðinlegt áður en ég hlustaði á það í fyrsta skipti. Kannski er það vegna þess að síðast þegar Úkraína keppti á heimavelli í Júróvisjon þá var framlag þeirra svo slakt að flestir vilja líklega gleyma þeim þremur mínútum sem þeir urðu af við áhorf á lagið. Lagið í ár er eina rokklag keppninar og alveg ótrúlega hefðbundið iðnaðarrokk sem maður hefur heyrt 1000 sinnum áður. Það er kannski ekkert sérlega leiðinlegt en heldur ekkert sérlega skemmtilegt og lítið eftirminnilegt við það. Lagið hlusta ég því bara til að geta munað hvernig það er en ekki til að njóta. Svo finnst mér best að horfa ekki því að það truflar mig hvað söngvarinn minnir mig á Gillz.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s