Yfirferð laga 2017: XIV. hluti

pizap.com14909564396391Ítalía

Italia - Francesco Gabbani

Mynd: Francesco Gabbani – Facebook

Hvað: Occidentali’s Karma
Hver: Francesco Gabbani
Á svið: Úrslit
Gengi 2016: 16. sæti í úrslitum

Hildur segir: Það er nákvæmlega ekkert hægt að segja annað um þetta lag en þetta er algjör hittari sem mun vinna þessa keppni! Ég get hlustað endalaust á lagið og ekki skemmir húmorískur texti með áleitnum undirtóni. Fransecesco hefur líka þetta afslappaða en örugga yfirbragð sem einhvern veginn talar til mín auk þess sem það er ekkert skemmtilegra en að fá górillu á svið í Júró! Halló Ítalía 2018!

Eyrún segir: Já, það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast til að Ítalir sigri ekki í ár! Sem betur fer er þetta samt sjónvarpskeppni og við eigum enn eftir að sjá hvernig flest framlögin koma út á sviðinu í Kænugarði. Yfirburðir lags, texta, sjarmerandi flytjanda og margt fleira eru samt óumflýjanlegir og mjög hætt við því að árið í ár verði eins og þegar Loreen vann eða Alexander Rybak.  Mér finnst það alls ekki slæmt enda stórkostlegt lag í alla staði, en það er alltaf gaman þegar það er smá spenna í loftinu 🙂

Spánn

Spann - Manel Navarro

Mynd: los40.com

Hvað: Do it for your lover
Hver: Manel Navarro
Á svið: Úrslit
Gengi 2016: 22. sæti í úrslitum

Eyrún segir: Mjögmjögmjög þunnt lag, verður kjánalegt með viðlaginu og einhvern veginn verð ég alltaf pirruð á hversu smábarnaleg laglínan er – þetta gæti verið stef úr sjónvarpsþætti fyrir börn! (kannski fyrir utan textann…) Jújú, það verður örugglega hægt að syngja með en Makedóníuheilkennið er víðsfjarri hjá mér, þrátt fyrir að ég hafi hlustað svakalega mikið á framlögin í ár!

Hildur segir: Fyrst þegar ég heyrði lagið var ég nokkuð hrifin af því en eftir því sem maður hlustar oftar þá þreytist lagið mjög og verður frekar pirrandi bara. Ef ég hlusta ekki á það í nokkurn tíma hættir það yfirleitt að vera leiðinlegt en dettur þó alltaf aftur þangað. Ég er því búin að læra að hlusta ekki mikið á það. Viðlagið er verulega einfalt og eftirminnilegt og það gæti hjálpað Spánverjum að draga inn nokkur stig en ég er ansi hrædd um að Spánverjar verði einhvers staðar í kringum 20. sætið.

Bretland

bretland - Lucie Jones

Mynd: mirror.co.uk

Hvað: Never give up on you
Hver: Lucie Jones
Á svið: Úrslit
Gengi 2016: 24. sæti í úrslitum

Hildur segir: Ég get ekki fyrir mitt litla líf munað örðu úr þessu lagi milli þess sem ég hlusta. Þegar ég man svo eftir að hlusta þá man ég að lagið er eiginlega hvorki fugl né fiskur. Það er einhæft á langdregin hátt ólíkt belgíska framlaginu í ár. Auk þess að vera einhæft er það mjög lengi að byrja og liðið vel á aðra mínútu þegar eitthvað fer að gerast sem er reyndar ekki mjög mikið. Hvort sem Lucie neglir þetta á sviðinu eða ekki, þá spái ég Bretum ekki sérlega góðu gengi í ár.

Eyrún segir: Bretar veðja á ballöðu í ár og fá þrusu söngkonu sem er sviðsvön úr leikhússenunni í London. Ég held að henni eigi eftir að ganga vel í ár – lagið er m.a. samið af Emmelie de Forrest fyrrum Júrósigurvegara og hún er solid á sviðinu. Kannski er lagið ekki nægilega áhugavert en lengi má vona samt… kannski splæsa Bretar í grand sviðssetningu í ár!?

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s