Yfirferð laga 2017: XIII. hluti

pizap.com14909564396391Holland

Holland - OG3NE

Mynd: televizier.nl

Hvað: Lights and shadows
Hver: OG3NE
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 11. sæti í úrslitum

Eyrún segir: Mér finnst þetta ágætlega grípandi melódía en get ekki fyrir mitt litla líf skilið orð af því sem þær segja, sem er synd því að þær systur syngja þetta sem óð til móður sinnar sem berst við krabbamein og lagið er samið af föður þeirra. Hljómurinn er virkilega fallegur en ég held samt að það verði ekki nóg til að koma þeim áfram í úrslitin.

Hildur segir: Það er einhvern veginn eins og eitt af trendum keppninnar í ár sé afturhvarf til 10. áratugarins. Við hlustun á mörgum lögum finnst mér ég greina áhrif þess áratugar í lögunum. Hvort það er gott eða slæmt skal ekki dæmt um ákkúrat hér en Hollendingar hafa heldur betur hoppað á þennan afturhvarfsvagn. Lagið gæti nefninlega allt eins verið B-hlið á Spice Girls-smáskífu frá árinu 1996. Lagið er B-hliðar lag því það er langt því frá að vera slæmt lag en það er heldur enginn hittari. Það gæti hins vegar auðveldlega orðið uppáhaldslag harðra aðdáenda OG3NE eins og B-hliðarlög eiga til að verða hjá helstu aðdáendum tónlistarfólks. Þar sem B-hliðar ná ekki endilega til fjöldans þá er ég hrædd um að þær systur sitji eftir með sárt ennið þann 11. maí.

Frakkland

Frakkland - alma

Mynd: twitter.com

Hvað: Requiem
Hver: Alma
Á svið: Úrslit
Gengi 2016: 6. sæti í úrslitum

Hildur segir: Ég spái því að þetta lag verði spilað á Euroclub og allir dansi! Kannski verður það spilað í einhverri remix-útgáfu því lagið er kannski ekki hefðbundið danslag. Viðlagið er hins vegar svo skemmtilegt að það er ábyggilega enginn sem getur setið kjurr undir því. Hvert gengi Ölmu verður finnst mér óljóst og velta mikið á sviðsetningu og hversu vel henni tekst að tala við áhorfendur heima í stofu.

Eyrún segir: Ég kann mjög vel að meta stefnuna sem Frakkar hafa verið að taka undanfarin ár í Eurovision og verð að segja að þeir eru klárlega uppáhalds stórþjóðin mín! Alveg frá Aminu, Sebastian Tellier og til Amírs í fyrra – þá gera þeir einhvern veginn bara það sem þeim sýnist (sem heppnast oft) en eru ekki að apa upp eftir neinum öðrum. Það er náttúrulega gífurlegur menningarlegur bræðingur í þessu stóra landi og einhvern veginn alltaf af nógu að taka. Alma fetar í örugg fótspor Amirs sem lenti því miður bara í 6. sæti (dæmi um hversu illa sviðsetningin getur farið með frábært lag). Eftir að laginu hennar var breytt (ensku bætt inní og viðlaginu breytt) fussuðu margir aðdáendur og sveiuðu en mér finnst það virkilega gott. Sammála Hildi um það að þetta verður spilað á Euroclub og í Júrópartíum víðsvegar!

Þýskaland

tyskaland - levina

Mynd: gettyimage.com

Hvað: Perfect life
Hver: Levina
Á svið: Úrslit
Gengi 2016: 26. sæti í úrslitum

Eyrún segir: Ég sá einhvers staðar vidjó þar sem líkindin milli þýska framlagsins og Titanium með Siu voru rædd og það er vissulega hægt að færa fyrir því einhver rök að þau séu lík. Mögulega gæti það verið Levinu í vil en ég held þó að þetta lag þurfi mega-gimmikk til að gera eitthvað í aðalkeppninni.

Hildur segir: Hvort Þjóðverjar lendi í síðasta sæti í þriðja skipti í röð í ár veltur kannski helst á því hvaða lög verða með í úrslitunum. Í stúdíó-útgáfunni er lagið heldur flatt og óspennandi en eftir að hafa horft á Levinu syngja live á sviðið skipti ég um skoðun því ekki bara að hún hafi ekki sungið feilnótu, þá er mun meira líf í rödd hennar heldur en kemur fram í stúdíó-útgáfunni. Lagið fór því úr því að vera heldur óspennandi og flatt yfir í að vera huggulegt til afhlustunar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s