Yfirferð laga 2017: XII. hluti

pizap.com14909564396391San Marínó

San Mariono - Valentina Monetta and Jimmie Wilson

Mynd: celebmix.com

Hvað: Spirit of the night
Hver: Valentina Monetta and Jimmie Wilson
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 12. sæti í fyrri undanriðli

Hildur segir: Hún er mætt eina ferðina enn hún Valentina og núna í dúett! Lagið er eins og önnur lög sem hún hefur flutt í keppninni, eftir sjálfan lagakónginn Ralph Siegel. Þetta árið býður Herr Siegel okkur upp á danspopp. Ég veit nú samt ekki hversu mikið hann hefur verið á dansstöðunum undanfarin ár enda lagið í engu samhengi við nútímann eða bara almennt þá sem finnst gaman að dansa við popptónlist! Það liggur við að þetta detti í flokkinn Skelfing eða snilld  en er líklega of mikil skelfing til að eiga einhverja möguleika í flokkinn. Möguleikar í keppninni hins vegar eru  held ég svo gott sem engir.

Eyrún segir: Valentina stóð greinilega ekki nógu vel við hótunina sína um að taka aldrei þátt í Júróvisjón aftur (sem hún lýsti yfir á Instagram eftir síðustu þátttöku) og er mætt aftur. Manni er nú farið að þykja ansi vænt um hana, blessaða, og því tek ég henni bara fagnandi! Lifi diskóið! Þetta verður að öllum líkindum arfaslakt atriði og nær ekki að toppa hennar besta árangur (sem er 24. sæti í úrslitum). Æh, en það er allt í lagi – hún verður hress og kát og knúsar alla þarna úti í klessu!

Serbía

serbia - Tijana Bogićević

Mynd: hellomagazin.rs

Hvað: In too deep
Hver: Tijana Bogićević
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 18. sæti í úrslitum

Eyrún segir: Þetta er frekar módernt lag með fínum takti, fíla það alveg ágætlega. Mér fannst hún Tijana frekar brokkgeng live á aðdáendaviðburðunum fyrr í mánuðinum en það getur allt batnað með æfingu og fínni sviðssetningu, kannski fáum við nútímadans? Það er einhver Melodifestivalen-hljómur í þessu lagi sem gæti passað þar sem það eru nokkrir Svíar í höfundateyminu. Mér finnst alveg líklegt að Serbíu gangi fremur vel ef sviðssetningin hjálpar til.

Hildur segir: Þau eru nú ekki ýkja mörg danslögin í ár og maður hefði haldið að þau stæðu þess vegna upp úr, allaveganna í minningunni. En svo er það ekki, því mér tekst alltaf að gleyma þessu lagi. Það er þó alls ekki slæmt, bara fátt athyglisvert við það. Mér finnst lagið einhvern veginn vera þannig að það bjóði upp á að floppa á sviði en teknóskotin lög þurfa yfirleitt eitthvað aðeins meira til að verða ekki hallærisleg á sviðinu. Ég græt t.d. ennþá glataða sviðsetningu Miros árið 2010. 

Sviss

Sviss - Timebelle

Mynd: celebmix.com

Hvað: Apollo
Hver: Timebelle
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 18. sæti í seinni undanriðli

Hildur segir: Á eurovision.tv er laginu lýst sem power-ballöðu. Kannski  er það 90’s unglinga syndómið sem veldur því en ég myndi seint kalla þetta power-ballöðu! Til þess vantar alla Titanic-dramatíkina og því myndi ég frekar lýsa þessu sem popplagi í rólegri kantinum! En hvað sem öllum skilgreiningum líður, þá finnst mér lagið skemmtilegt og bara nokkuð töff. Ég fæ viðlagið reglulega á heilann og held að þau í Timebelle smelli sér í úrslitin. 

Eyrún segir: Ágætlega grípandi lag frá Svisslendingum í ár og ég held einmitt líka að þau komist í úrslitin. Ég gæti alveg trúað því að sviðsetningin verði dramatísk sbr. vidjóið sem er tekið í kastala í Rúmeníu. Solid og fínt popplag og alls ekkert miðjumoð eins og oft áður.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s