Dagbók Flosa: Júró-Flosi spáir í Undankeppni 1

Flosi með vín í VínÞá er Júró-Flosi farinn að gera sig kláran fyrir ferðina miklu til Kænugarðs og hvað er betra en að fara yfir þau lög sem hann heldur að fari áfram?

Hann ætlar að byrja á fyrri undanriðlinum og hann lætur allt flakka og spurning hvort þið séuð sammála honum. Taka má fram að þetta er hans skoðun áður en hann sér lögin á æfingum í Kænugarði.

Ég er sko farinn að telja niður þangað til að ég fer af stað í nýtt land, þökk sé Eurovision. Hver man ekki eftir því þegar keppnin var í Baku og því ævintýri sem því fylgdi? Ég er allaveganna búinn að læra það að ég ætla að fara með opinn hug og hlakka ekkert smá til. Á þessum nótum þá skulum við demba okkur í þetta.

Svíþjóð “Klobbalagið mitt og fer beint á top 5 hjá mér”.
Ástralía “ Fallegur strákur sem er með fallega ballöðu í þessu ballöðublóðbaði en sísta framlag Ástrala til þessa”.
Belgía “Þetta var það lag sem greip mig mest við fyrstu hlustun en hefur dalað eftir því sem ég hlusta meira og hún hefur ekki verið að standa sig vel í fyrirpartýjunum”. Svartfjallaland “Hommalagið mitt og mig langar í hárið hans”.
Aserbaídjan “Sænsk lög eru alltaf góð sama hvaðan þau koma á Júróvision”.
Portúgal “Þetta er æðislegt og fór beint á top 5 hjá mér, fær mig til að dansa og vera rómantískur”.
Moldavía “Zumbalagið í ár og fær mig til að dilla mér og syngja”.
Ísland “Svarti hesturinn í ár og mun fljúga áfram”.
Kýpur “Þetta var eitt af þeim lögum sem greip við fyrstu hlustun en fer svo sem ekki mikið lengra”.
Armenía “Minnir mig á Frozen með Madonnu og það er góðs viti, elska þjóðlega hljóminn í laginu”.

Þetta er klárlega erfiðari riðillinn í keppninni og örugglega margt eftir að breytast eftir að ég sé þau á æfingum en þetta er góð byrjun og ég hlakka til að segja ykkur hverjum ég held með í undanriðli tvö. 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s