Yfirferð laga 2017: XI. hluti

pizap.com14909564396391Noregur

Noregur - Jowst

Mynd: wiwiblogs.com

Hvað: Grab the moment
Hver: JOWST
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 13. sæti í seinni undanriðli

Eyrún segir: Algjörlega óvart er þetta orðið eitt af uppáhalds í ár. Mér finnst þetta svo yndislega ljúft í eyrum og ég gæti alveg trúað að þeim gangi vel, félögunum! Þeir eru duglegir að plögga sig og hafa verið að spila í aðdáendapartíunum. Textinn er nú ekkert til að hrópa húrra fyrir en það fyrirgefst alveg fyrir þetta feelgood-SEIZEthemoment-andrúmsloft sem er í laginu. Þeir komast áfram, bókað!

Hildur segir:  Það er eitthvað svo dásamlega viðkunnalegt við þá Jowst og Aleksander. Og það á líka við um lagið þeirra. Ég fæ svona hygge tilfinningu þegar ég heyri það og get alveg gleymt mér við að horfa á Aleksander syngja. Lagið greip mig kannski ekki alveg strax en það rataði fljótt á playlistann minn og nú dilla ég mér í hvert skipti sem ég heyri það. Er handviss að þeir hygga sig áfram í úrslitin og bara með því að vera þeir sjálfir og flytja lagið vel.

Rúmenía

Rumenia - Ilinca ft. Alex Florea

Mynd: formulatv.com

Hvað: Yodel It!
Hver: Ilinca ft. Alex Florea
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 15. sæti í úrslitum

Hildur segir: Á hverju voru höfundar lagsins eiginlega þegar þeir ákváðu að blanda samna jóðli og rappi?!?! Líklega er þetta með furðulegri samsetningu tónlistarstíla sem ég hef heyrt. Svo er ennþá furðulegra að horfa á þau saman á sviðinu. Þetta er líklega eitt af fáum lögum í ár sem falla í flokkin Skelfing eða snilld og ég get illa gert upp við mig hvoru megin lagið lendir því þrátt fyrir þetta undarlega dúó í undarlegu lagi þá er jóðlið framúrskarandi og lagið límist alveg við heilann á manni! Er viss um að margir eigi eftir að vera óvart jóðlandi þegar þeir taka upp síman og kjósa þann 11. maí og senda þannig þennan ólíklega dúet áfram í úrslitin.

Eyrún segir: Skelfing eða snilld?! Ég hallast alveg að skelfingunni en eitthvað segir mér að þetta gæti farið hringinn og orðið uppáhalds hjá mörgum. Vissulega er hin 18 ára Ilinca afskaplega fim í jóðlinu, sem manni finnst einhvern veginn að eigi tæpast heima í rúmenskri þjóðlagahefð, en jóðl tíðkast vissulega á þessu landssvæði. Þessi samsuða er pínu steikt og eins og ég hef margoft sagt þá fíla ég steik og grín í Júróvisjón svo að ég á örugglega eftir að hlæja aðeins að þessu. En sennilega ekki nóg til að óska þess að þau komist áfram.

Rússland

Russland - Julia Samoylova

Mynd: eurovision.tv

Hvað: Flame is burning
Hver: Julia Samoylova 
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 3. sæti í úrslitum

Eyrún og Hildur segja: Já, er það ekki þannig að fæst orð bera minnsta ábyrgð?

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s