Yfirferð laga 2017: X. hluti

pizap.com14909564396391

Ísrael

Israel - Imri

Mynd: IMRI á Facebook

Hvað: I feel alive
Hver: IMRI
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 14. sæti í úrslitum

Hildur segir: Lagið byrjar alveg hrikalega vel og maður verður spenntur að heyra meira. Það helst þannig allt fyrsta versið en um leið og Imri skellir sér í annað vers verður lagið örlítið leiðigjarnt. Þegar að viðlaginu er komið er öll klisjan komin og við fáum danspopp sem gæti alveg eins verið frá fyrri hluta aldarinnar. Það er því lítið frumlegt hér á ferðinni og því miður líka ekki alveg nógu sterkt lag. Það verður samt örugglega dansað við það á Euroclub og ég held að það að vera síðastur á svið muni hjálpa Imri að komast í í úrslitin.

Eyrún segir: Ísraelar veðja aftur á hressa gaurinn en flestum hlýtur að vera minnisstæð velgengni Goldenboy sem er alveg komið í sögubækurnar yfir partívænustu Júrólögin (ekki síst með léttum zúmbasporum). Imri er alveg jafn sjarmerandi og Nadav en lagið grípur ekki alveg jafnhratt þó að ég efist ekki um að það verði stappað og dansað hressilega þegar það verður spilað á Euroclub! Það þarf nokkrar hlustanir og þá er það komið. Ég á þó von á Ísraelum í úrslitin með Imri og dansandi bakröddum!

Litháen

Lithaen - Fusedmarc

Mynd: 15min.lt

Hvað: Rain of revolution
Hver: Fusedmarc
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 9. sæti í úrslitum

Eyrún segir: Fyrir það fyrsta, botna ég hvorki upp né niður í þessum texta: Now I’m getting closer to you / Feel the rain of revolution / Now I’m getting closer to you / There’s no time for your illusions now… á þetta að vera einhver vísun í frelsisbaráttu eða bara steypa? Enskuframburður söngkonunnar er náttúrlega annar handleggur og svo þetta lag! Það er hvorki fugl né fiskur – og hljómsveitin gefur sig út fyrir að spila IDM (intelligent dance music). Ég get þá ekki verið mjög vel gefin, því ég bara næ þessu alls ekki. Ætli restin af Evrópu verður betur gefnari en ég þann 11. maí? Það væri óskandi fyrir Litháen…

Hildur segir: Þetta er bara með því leiðinlegra sem ég hef heyrt á ævinni. Fusedmarc eru víst eitthvað voðalega hip og kúl nútímaband en það kemur sannarlega ekki í ljós í þessu lagi. Mér finnst það hrikalega gamaldags og alls ekki á góðan hátt. Svo bara verð ég að slökkva þegar ópin byrjar………. það segir svo kannski allt sem þarf að þegar hún syngur línuna Making a start heyri ég bara Make it stop, make it stop!!!

Malta

Malta - Claudia Faniello

Mynd: Claudia Faniello – Facebook

Hvað: Breathlessly
Hver: Claudia Faniello
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 12. sæti í úrslitum

Hildur segir: Fulltrúi Faniello-fjölskyldunnar er mætt og því fagna ég sannarlega enda með hörðustu aðdáenda Fabrizio Faniello í Júróvisjon. Fyrir þá sem ekki muna eftir honum þá flutti hann framlög Maltverja árin 2001 og 2006. En alveg nóg um Fabrizio og snúm okkur að Claudiu og laginu hennar Breathlessly sem mér finnst alveg óskaplega falleg ballaða sem Claudia syngur óaðfinnanlega. Ballaðan er ekki falleg eins og sú portúgalska í ár en engu að síður ein af þeim sem stendur út fyrir mig í ár.

Eyrún segir: Ólíkt Hildi verð ég algjörlega andlaus yfir ballöðunni sem Malta býður upp á í ár, þvílík leiðindi! Jú, hún er sjúklega reynslumikil hún Claudia, og loksins komst hún í Júró Sönnu-Nielsen-style (eftir hundraðogsjö tilraunir) en það kæmi mér sannarlega ekki á óvart ef Malta sæti eftir í undankeppninni í ár.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s