Söngvakeppnin í 30 ár: 26. hluti – Fyrstu símakosningarnar

 

stutt i spunann

Í ár var sett algjört met í símakosningu í Söngvakeppninn en í heildina voru 243 þúsund atkvæði greidd. Aldrei áður hafa svo mörg atkvæði verið greidd og var heildarfjöldi atkvæða í ár rúmlega tvöfalt meiri en í fyrra. Heildartekjur af símakosningunni í ár námu um 31 milljón króna sem skiptist á milli RÚV og farsímafyrirtækjanna. Í þessu ljósi er gaman að horfa til baka og skoða fyrstu símakosninguna sem haldin var í Söngvakeppni Sjónvarpsins.

Einar og Telma undankeppni

Telma og Einar Ágúst

Eftir valárin 1995-1999 ákvað RÚV að blása til keppni árið 2000 og voru fimm lög valin úr 120 innsendum lögum til keppni. Keppnin fór fram í þættinum Stutt í spunann sem var í umsjón Heru Bjarkar Þórhallsdóttur og Hjálmars Hjálmarssonar. Lögin fimm voru eftir þrjá höfunda; þá Örlyg Smára sem á þessum tíma var óþekktur lagahöfundur; Valgeir Skagfjörð og Sverri Stormsker. Eins og flestir mun eftir var það annað af tveimur lögum Örlygs Smára sem sigraði, lagði Hvert sem er sem varð Tell me í ensku útgáfunni sem keppti í Svíþjóð.

Miðað við það sem við höfum fengið að sjá síðustu ár, þá var keppnin árið 2000 algjör míní-keppni. Eins og áður segir voru keppnislögin fimm og fór keppnin fram í þætti sem þegar var á dagskrá Sjónvarpsins. Hins vegar var töluverðu tjaldað til en sex manna hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar spilaði undir í öllum lögunum auk þess sem þrjár ,,ríkisbakraddir“ sungu í öllum lögum. Þá útsetti Karl Olgeirsson öll lögin í keppninni.

stadan eftir stig bosniu arid 2000

Staðan að lokinni stigagjöf Bosníu árið 1999 og ljóst að Svíþjóð hafði sigrað.

Þegar kom að því að velja sigurvegara var í fyrsta skipti blásið til símakosningar. Leiða má líkur að því að þetta fyrirkomulag hafi orðið fyrir valinu vegna breytts fyrirkomulags í Júróvisjon sjálfri. Eins og við öll vitum var símakosning í Júróvisjon í fyrsta skiptið árið 1997 þegar Páll Óskar keppti fyrir okkar hönd. Þá voru það eingöngu fimm lönd af 25 sem kusu í símakosningu en hefðbundin dómnefnd var í hinum löndunum. Ári seinna varð símakosningin almenn og eingöngu örfáar þjóðir sem studdust við dómnefndir. Sama fyrirkomulag var uppi á teningnum árið 1999 en var það í fyrsta skipti sem Íslendingar kepptu í Júróvisjon með almennri símakosningu. Rétt eins og gengi Páls Óskars var gott hjá þeim löndum sem kusu í símakosningu árið 1997 var gengi Selmu Björnsdóttur árið 1999 framar öllum vonum en hún leiddi lengi keppnina og lenti loks í 2. sæti eins og hvert landsbarn veit!

Með breyttu fyrirkomulagi í Júróvisjon sjálfri og góðu gengi árið á undan virðist því hafa legið beint við að velja framlag okkar í Söngvakeppninni með sama hætti. En símakosning er ekki bara símakosning og það var margt ólíkt með fyrstu símakosningu í Söngvakeppninni og hinni sögulegu símakosningu í ár.

Í fyrsta lagi voru engar tekjur af símakosningunni því að Landsími Íslands, sem enn var í eigu ríkisins á þessum tíma, bauð upp á símakosninguna. Kosið var í gegnum 800-númer sem voru gjaldfrjáls.

Í öðru lagi var heildarfjöldi greiddra atkvæða einungis um 3% af heildaratkvæðafjölda í ár. Í heildina voru greitt 7.486 atkvæði sem skiptust síður en svo jafnt á milli laganna því að sigurlagið Hvert sem er hlaut 4.318 atkvæði, eða tæplega 58% allra atkvæða. Til samanburðar fékk Svala 39% atkvæða í fyrri umferðinni. Í keppninni árið 2000 var einungs ein umferð.

Í þriðja lagi var í þessari fyrstu símakosningu eingöngu hægt að kjósa í fimm mínútur. Kosning hófst stuttu eftir að öll lögin höfðu verið flutt en þáttarstjórnendur fóru yfir reglur símakosningarinnar áður en þau störtuðu kosningunni. Ólíkt því sem oft hefur verið gert var ekki tilkynnt sérstaklega um það þegar kosningunni lauk heldur var eingöngu sagt frá því að kosningunni væri lokið, næstum því í framhjáhlaupi í miðju viðtali.

Selma Bjorns dv 26.februar 2000

Mynd: DV 26.2.2000

Í fjórða lagi var það Selma Björnsdóttir, þátttakandi okkar frá árinu 1999, sem las upp lokaniðurstöðu símakosningar og stigin í keppninni en í ár, líkt og undanfarin síðustu ár, var það þáttarstjórnandi Söngvakeppninnar, Ragnhildur Steinunn, sem las stigin upp og tilkynnti sigurvegara.

Það var því margt ólíkt með þessum tveimur sögulegu símakosningum í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Eitt eiga þær þó sameiginlegt en það er að stigin voru lesin upp fyrir hvert lag í þeirri röð sem þau fóru á sviðið og var því ekki hægt að segja til um úrslitin fyrr en búið var að lesa upp stig síðasta lagsins en ekki var gefið upp áður hve mörg atkvæði hefðu borist í heildina.

Símakosningar hafa verið við lýði í Söngvakeppninni alla tíð frá þessari fyrstu kosningu árið 2000, að undanskildum valárunum 2004 og 2005. Dómnefndir hafa þrátt fyrir það verið kynntar aftur til sögunnar á síðari árum en þó alltaf samhliða símakosningu.

Viðtal_orlygursmari_DV.29.februar.2000

DV 29. febrúar 2000.

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s