Yfirferð laga 2017: IX. hluti

pizap.com14909564396391Makedónía

Makedonia - Jana Burceska

Mynd: escxtra.com

Hvað: Jana Burčeska
Hver: Dance alone
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 11. sæti í seinni undanriðli

Eyrún segir: Makedóníuheilkennið alveg á fullu blasti hér, þetta finnst mér æðislegt lag. Algjört klúbbalag og náði mér undir eins. Kannski ekkert afskaplega djúsí og spurning hvort það nái upp úr undanriðlinum en þá dansar hún bara ein – heim (hoho)

Hildur segir: Húrra fyrir smá júró-poppi í keppnina í ár! Þetta er langt frá því að vera besta júró-poppið en hér fáum við að minnsta kosti smá dans-takt. Þó ég gleðjist yfir dans-taktinum þá langar mig ekkert ofsalega mikið að fara að dansa þegar ég heyri lagið sem er svolítið hvorki né. Alveg fínt popp á ferðinni en ekkert sérstakt eða eftirminnilegt við það. Fer hugsanlega áfram bara fyrir að vera hresst! 

Ungverjaland

Ungverjaland - Joci Papai

Mynd: femina.hu

Hvað: Origo
Hver: Pápai Joci
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 19. sæti í úrslitum

Hildur segir: Það er ekki nokkur leið að ákveða sig hvort hér um að ræða skelfingu eða snilld! Hér er á ferðinni etnískt popp með jóðlskotnu viðlagi að viðbættum rappkafla. Ég meina; hvað er hægt að biðja um meira? Kannski einn hressan 90´s danstakt og málið dautt?! Eina orðið sem ég skil í textanum er Samurai en einn af mörgum höttum Joci er einmitt að vera Samurai – hvað sem í því felst! Ef Evrópa er í stuði fyrir bræðing 11. maí þá gæti Joci alveg skellt sér í úrslitin! 

Eyrún segir: Mér finnst ótrúlega margt áhugavert í þessu lagi og í undankeppninni heima fyrir var magadansmær með honum Pápai Joci á sviðinu. Hann heyrir til Rómafólks sem er stærsti minnihlutahópur ungversku þjóðarinnar og mögulega er þetta í fyrsta sinn sem fulltrúi Rómafólks stígur á Júró-sviðið (allavega nú í seinni tíð). Alvöru etník er oft vandfundin í Júróvisjón (sakna Tyrklands óskaplega!) og því tel ég möguleikana á að þetta fljóti áfram í úrslitin talsverða!

Írland

Irland - Brendan Murrey

Mynd: yhup87.blogspot.com

Hvað: Dying to try
Hver: Brendan Murrey
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 15. sæti í seinni undanriðli

Eyrún segir: Það er nákvæmlega ekkert í þessu lagi sem heillar mig og ég stend mig að því að gleyma Írlandi ítrekað. Það rís ekki hátt og ég hugsa að það nái ekki að vera nógu sérstakt til að fólk muni eftir því til að kjósa það áfram í úrslitin.

Hildur segir: Þessi ballaða minnir mig á eitthvað sem ég kem ekki fyrir mig – kannski einna helst ballöður hinna mörgu strákabanda 10. áratugarins. En það kemur kannski ekki á óvart að Brendan er einmitt í strákabandi og mörg þeirra vinsælustu á sínum tíma komu einmitt frá Írlandi. Hvort sem lagið er gott eða vont, þá held ég hreinlega að það sé of lengi að byrja til þess að ná athygli fólks. Það fer þó væntanlega svolítið eftir sviðsetningunni en það eina sem ég sé fyrir mér eru bakraddir í jakkafötum og síðkjólum sem sveifla höndum í aðra átt og mjöðinni í hina til skiptis í takt við lagið í hinni sígildu bakraddahreyfingu! 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s