Yfirferð laga 2017: VIII. hluti

pizap.com14909564396391Króatía

kroatia

Mynd: Jacques Houdek – Facebook

Hvað: My Friend
Hver: Jacques Houdek
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 23. sæti í úrslitum

Hildur segir: Að fara í dúett við sjálfan sig er náttúrlega hugmynd út af fyrir sig! Hvort það á að vera fyndið eða ekki veit ég ekki alveg en ef þetta á að vera grín þá bara fatta ég það ekki! Lagið er ekkert sérlega skemmtilegt og allt saman minnir þetta helst á hallærislega stælingu á Pavarotti and Friends

Eyrún segir: Ég viðurkenni fúslega að ég fór að skellihlæja þegar ég heyrði þetta í fyrsta sinn – besta grín í heimi að syngja á móti sjálfum sér í óperu- og poppgír! Mikið hlakka ég til að sjá þetta á sviði og ég spái því að 3D-grafík verði óspart notuð a la LoveWave hennar Ivetu í fyrra – það væri of gott! Ef þetta verður á grínnótunum og fílingurinn eins og hjá honum Cezari mínum frá 2013 þá slær þetta í gegn! Það versta sem Jacques gæti gert er að fara í alvarlega og ofurdramatíska túlkunargírinn. Þetta er náttúrulega hilaríus! Króatískt djók í úrslitin, já takk!

Danmörk

Danmork - Anja

Mynd: ESC daily

Hvað: Where I am 
Hver: Anja
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 17. sæti í seinni undanriðli

Eyrún segir: Almáttugur, 1998 hringdi og bað um lagið sitt aftur! Ég verð að segja að þetta höfðar engan veginn til mín og hin ástralska Anja hefði frekar átt að veðja á lágstemmdari melódíu eins og landi hennar, Isaiah, frekar en að básúna þetta í Celine Dion-stíl. Hún er þó talsvert sjarmerandi og er farin að kynna sig víðsvegar í Evrópu svo að eitthvað gæti það hjálpað. Ég er þó ekki alveg viss um að Anja hjálpi Dönum upp úr undankeppninni.

Hildur segir: Púff, tek undir með Eyrúnu – 1998 hringdi og vildi lagið sitt aftur! Það er greinlega lægð í Júróvisjon poppinu hjá Dönum því þetta er arfa slakt lag og með því hallærislegra í keppninni í ár. Mikið væri bara gaman að sjá Önju með eitthvað almennilegt lag!

Eistland

Eistland

Mynd: naiteleht-ohtuleht.ee

Hvað: Verona
Hver: Koit Toome & Laura
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 18. sæti í fyrri undanriðli

Hildur segir: Það eru alltaf einhver lög sem maður gleymir á hverju ári. Þetta lag er eitt af þeim hjá mér í ár. Það er alls ekki vegna þess að mér þyki það leiðinlegt, það bara grípur mig ekki. Hins vegar þegar heyri það hugsa ég alltaf: Hey þetta er skemmtilegt lag, hvaða land er þetta? og fer svo og gái! Textann er ekki mjög auðskiljanlegur í meðförum þeirra Koit og Lauru og eina sem ég heyri er að virðast gersamlega týnd í Verona og ættu kannski bara að fá Teo frá Hvíta-Rússlandi að hjálpa sér á google maps! 

Eyrún segir: Fyrst þegar ég heyrði þetta fannst mér lagið hræðilega hallærislegt en nú er ég farin að fíla það. Gamaldags en samt á góðan júróvisjón-hátt. Með skemmtilegri sviðssetningu gæti þetta algjörlega orðið fan favorite. Ég held þó að þetta höfði ekki almennt til sjónvarpsáhorfenda svo að ef Eistar komast upp úr undankeppninni skora þeir ekki hátt í úrslitum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s