Yfirferð laga 2017: VII. hluti

pizap.com14909564396391Austurríki

Nathan-Trent-Cube-by-Martin-Hauser

Mynd: nathantrent.com

Hvað: Running on Air
Hver: Nathan Trent
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 13. sæti í úrslitum

Eyrún segir: Mér finnst eitthvað krúttlegt og sjarmerandi við Nathan og mér var ósjálfrátt hugsað til vinar okkar frá 2010, þeir eru kannski svipaðar týpur. Lagið er mjög áreynslulaust og rennur áfram, mjög týpískt útvarpslag. Það verður áhugavert að sjá það útfært á sviðinu en ég er hrædd um að það þurfi eitthvað grípandi gimmikk til að gera það eftirminnilegt.

Hildur segir: Hér er á ferðinni voðalega glaðlegt lag um að berjast fyrir því sem maður vill – eða þann skilning set ég að minnsta kosti í textann! Nathan virðist einlægur og brosmildur þegar hann syngur og lagið er auðmelt í hlustun. Það er hins vegar svolítið óeftirminnilegt og ég held, rétt eins og Eyrún, að það þurfi eitthvað grípandi gimmik á sviðinu til að lagið renni ekki bara hjá í ljúfu 3 mínútna vaggi.

Hvíta-Rússland

15966187_614331398770150_1408370286038480401_n

Mynd: Naviband á Facebook.

Hvað: Story of My Life
Hver: Naviband
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 12. sæti í öðrum undanriðli

Eyrún segir: Eitt af fyrstu lögunum sem ég heyrði í keppninni í ár og mér fannst það frábært frá fyrstu hlustun. Algjörlega æðisleg indípopp undir OMAM-áhrifum. Örugglega eitt af fáum hvítrússneskum framlögum sem ég fíla af því að þau virka einlæg í sínum flutningi og þarna er ekki verið að fókusera á einhvern stílhreinan og fágaðan flutning sem hefur (oft) klikkað áður. Ég sá þau á sviði og performansinn er jafneinlægur og fínn og ég bjóst við eftir að hafa séð vidjóið. Ég vona innilega að þau nái langt því að þetta er alveg á mínum topp 10 lista í ár 🙂

Hildur segir: Æjæjæjæ ég er komin með svolítið leið á þessu þjóðlagapoppi. Lagið fannst mér arfaleiðinlegt í fyrsta skipti sem ég heyrði það, öllu skárra í næstu skipti en ákúrat núna er það fallið aftur niður í leiðindaflokkinn. Giska þó að þetta gæti orðið mitt Makedóníusyndróm í ár! Það er þó mjög hressandi að sjá heiðarlegt popp frá Hvít-Rússum í stað ofurpródúeraðrar júró-slagara!

Kristian_Kostov_at_Bitva_Talantov_(2)

Mynd: Wikipedia

Búlgaría

Hvað: Beautiful Mess
Hver: Kristian Kostov
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 4. sæti í úrslitum

Eyrún segir: Ég verð að segja að ég skil ekki alveg hæpið sem virðist vera í kringum búlgarska atriðið í ár. Jú, Poli vinkona okkar stóð sig frábærlega í fyrra og spennustigið í ár er örugglega hátt vegna þess. En ég sé samt bara mjög ungan dreng með fremur flatt lag. Það er þó vissulega líklegt til vinsælda þar sem það hefur þessi element og þennan hljóm sem er í vinsælum lögum í dag – en ég er þó ekki hrifin af laginu. Hef lúmskan grun um að þetta floppi kannski á stóra sviðinu!

Hildur segir:  Ég er alveg ótrúlega skotin í röddinni hans Kristians. Það er í raun alveg ótrúlegt að drengurinn sé ekki nema 17 ára! Röddinn er ekki sérlega stór en alveg ótrúlega falleg. Lagið hans er líka fallegt og þó ég hafi ekki alveg kveikt á því strax. Það hefur vinsældarhljóm dagsins í dag með ögn af ethnískum hljóm sem gengur upp. Það vantar hins vegar húkk í lagið og það held ég að geti orðið því að falli. Lagið er líka til þess fallið að sviðsetningin gæti floppað.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s