Veðbankatjékk – 40 dagar í Júró!

pizap.com14909725607631

Jæja, gott fólk!

Nú fer biðinni löngu fram að Júróvisjón í ár næstum að ljúka og spennustigið að hækka. Eurovision-partíið í London var í gærkvöldi og aðdáendur gleypa í sig allt sem þeir geta um væntanlegar stórstjörnur og hvernig þeim kemur til með að ganga.

Við ætlum að skoða veðbankastöðuna nokkrum sinnum fram í maí og byrjum í dag, 3. apríl:

Veðbanki Nr. 1 Nr. 2 Nr. 3 Nr. 4 Nr. 5
Oddschecker.com Ítalía Búlgaría Svíþjóð Belgía Portúgal
Paddypower.com Ítalía Búlgaría Svíþjóð Belgía Portúgal
William Hill Ítalía Svíþjóð Búlgaría Belgía Portúgal
ESC stats.com Ítalía Belgía Frakkland Portúgal Svíþjóð
Nicerodds.co.uk Ítalía Búlgaría Svíþjóð Belgía Portúgal
OGAE Big Poll Ítalía Belgía Svíþjóð Frakkland Sviss

Eins og við höfum flest orðið vör við, trónir Francesco Gabbani á toppi allra vinsældalista fyrir keppnina og hefur verið í dágóðan tíma og hann situr kyrfilega á toppi veðbankanna. Þetta minnir um margt um vinsældir Amirs frá í fyrra, en vissulega var Sergey frá Rússlandi snemma spáð mjög góðu gengi. Sennilega eru flestir sammála um að sviðsframkoma Amirs hafi svo ekki náð að standa undir þeim svakalegu væntingum þar sem 6. sætið var staðreynd í úrslitunum. Rússinn hafnaði þó eftirminnilega í 3. sæti svo að fyrstu spár gátu spáð fyrir um toppbaráttuna.

Á hæla dansandi apans í ár fylgja önnur sem teljast sigurstrangleg og áhugavert er að pæla í; Kristian hinn ungi frá Búlgaríu, sænski Volvoinn, belgíska ambíent-lagið og portúgalska ballaðan (sem er verðskuldað!). Þau eru þó svolítið fljótandi á milli vefsíðna sem bjóða upp á veðspár svo að margt getur gerst á þeim 40 dögum sem líða fram að keppni.

Í fyrstu niðurstöðum OGAE Big Poll-aðdáendakönnunarinnar sést hvernig aðdáendur velja sitt eftirlæti en enn hafa ekki margir klúbbar skilað niðurstöðum svo að lítið er að marka þetta til að byrja með.

Við höfum alltaf í þessum veðbankafærslum skoðað Ísland – spennandi að sjá hvar Svala stendur nú:

Veðbanki Ísland
Oddschecker.com 22. sæti
Paddypower.com 19. sæti
William Hill 21. sæti
ESC stats.com 21. sæti
Nicerodds.co.uk 24. sæti

Þetta er mjög svipað gengi og Gretu Salóme var spáð í fyrra en þó er ekki hægt að dæma margt frá þessu enn sem komið er. Enn eiga keppendur eftir að fá tækifæri til að kynna sig á ýmsum vettvangi og svo breytast veðbankaspár einnig mjög mikið þegar æfingar hefjast.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s