Yfirferð laga 2017: VI. hluti

pizap.com14909564396391Portúgal

protugal - Salvador

Mynd: eurovoix.com

Hvað: Amar Pelos Dois
Hver: Salvador Sobral
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: Var ekki með

Eyrún segir:   D.Á.S.A.M.L.E.G.T. Uppáhaldslagið mitt og besta ballaða sem ég hef á ævinni heyrt í Júróvisjón! Salvador er svo hrífandi í flutningi sínum og Portúgal á svo skilið gott gengi að ég vona að allar góðar vættir leggist saman á eitt og geri hið ómögulega: Komi Portúgal í úrslitin og beina leið í toppbaráttuna. Lifi gamaldags ballöður!

Hildur segir:  Alveg klárlega fallegasta lag sem heyrst hefur í Júróvisjon! Svo dásamlegt að það getur ekki skilið neinn eftir ósnortinn. Salvador syngur af svo dásamlegri innlifun að ekki er hægt annað en að hrífast með, ef kona var ekki þegar heilluð upp úr skónum af laginu sjálfu. Þetta hlítur bara að verða í toppbaráttunni því svona dásemd og einlægni getur ekki gert annað en góða hluti. 

Slóvenía 

slovenia - omar naber

Mynd: eurovision.tv

Hvað: On My Way
Hver: Omar Naber
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 14. sæti í seinni undanriðli

Hildur segir:  Omar tók þátt í keppninn árið 2005. Lagið hans í ár sem og útgangurinn á honum, bæði hár og föt rífa mann hreinlega þessi 12 ár aftur í tíman! Ef hann hefði keppt með þetta lag 2005 og sungið það jafnvel og hann hefði gert núna hefði hann hugsanlega komist í úrslitin en núna er hann bara aðeins of seinn! Lagið er þó alls ekki slæmt en nær ákúrat inn á að vera hallærislegt í dag. 

Eyrún segir:  Hér höfum við Júrókempu sem keppti 2005 með lagið sitt Stop og drengurinn getur sannarlega sungið. Það versta er að power-ballaðan sem hann syngur er orðin pínku úreld og hallærisleg. Ég held því miður að Omar sé bara á leiðinni heim aftur eftir undankeppnina.

Svíþjóð

svithjod - robin bengtsson

Mynd: markbladet.se

Hvað: I can’t go on
Hver: Robin Bengtsson
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 5. sæti í úrslitum

Eyrún segir:  Volvo, IKEA og heilög ABBA! Hér er á ferð skothelt atriði. Svo skothelt að það minnir mig á Kaffibrúsakalla-brandarann um manninn sem var að keyra bíl og sportbíll tók fram úr á svo miklum hraða að maðurinn hélt að hann væri stopp og steig út! Svo mikla yfirburði hafa Svíarnir yfir aðra hvað sviðsetningu varðar. Takturinn í laginu og húkkurinn nær manni en lagið sjálft er ekkert svakalega burðugt eða mikið varið í það. Mér finnst Robin ekkert ákaflega sterkur live en lagið í Spotify-útgáfu er heldur ekkert spes. Þetta er bara allur pakkinn; show, söngur, lag og ekkert annað. Nánast fullkomið Júróvisjón… eða hvað?

Hildur segir: Nánast fullkomið Júróvisjon, spyr Eyrún og svarið mitt er: mjög nálægt því! Sviðsetningin er svo hallærisleg að hún verður töff, lagið hefur svo svaðalegan húkk að það er ekki annað en syngja með og Robin neglir flutninginn. Heyrist lagið á dansgólfinu tryllist lýðurinn og allir draga saman þumal og vísifingur í fallegt O og lyfta hönd um leið. Klár vinningsformúla og eingöngu húmor eða einlægni eiga roð í þennan kagga! 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s