Yfirferð laga 2017: IV. hluti

pizap.com14909564396391

Grikkland

grikkland - demy

Mynd: news.gtp.gr

Hvað: This is love
Hver: Demy
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 16. sæti í fyrri undanriðli 

Eyrún segir:  Þetta lag lofar ágætu í byrjun en svo kemur kafli sem rímar alveg við það sem við ræddum um sem þema í fyrra; vonbrigði viðlaganna! Hvað er þetta, teknódans inni í miðri ballöðu? Strengir og læti? Æi, Grikkland er orðið pínu despó í þessu finnst mér og mér finnst vanta alla einlægni. Ætli þeir komist samt ekki áfram…

Hildur segir:  Það hefur nú oft komið eitthvað betra frá Grikkjum! Lagið hefur maður heyrt oft áður án þess að ég geti bent á eitthvað eitt lag sem það líkist. Í raun er þetta eins og tvö lög, annars vegar versin sem eru ljúf og frekar róleg og hins vegar viðlagið sem minnir helst á tripphopp 10. áratugarins. Ég verð því bara svolítið rugluð hvað sé um að vera og spyr mig í sífellu hvort þetta sé danspopp eða er þetta ballaða? Hvert sem svarið er mun ég ekki hendast á dansgólfið þegar lagið heyrist, hvorki til að taka trylltan dans né vanga!  

Ísland

island - svala

Mynd: mbl.is

Hvað: Paper
Hver: Svala
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 14. sæti í fyrri undanriðli

Hildur segir:  Ég viðurkenni fúslega að ég fór að gráta þegar Svala vann Söngvakeppnina. Þetta lag talar bara til mín og gerði alveg frá því ég heyrði það fyrst. Það eru tvö lög í keppninni í ár sem gripu mig á fyrstu sekúndum og það var Paper og svo framlag Belga. Lagið er virklega vel gert og grípandi og Svala fæddur performer.  Ég trúi bara ekki öðru en að Svala rúlli þessu upp í Kænugarði! 

Eyrún segir: Áfram Ísland! Nú sendum við flytjanda á heimsmælikvarða sem er með mjög körrent og flott lag sem er algjörlega í anda þeirrar tónlistar sem hún hefur verið að gera vinsæla (og ég kann sjúklega að meta það!) Stórt og epískt lag og ég hlakka SVO til að sjá það á stóra sviðinu í Kænugarði!

Lettland

lettland - triana park

Mynd: eurovisionary.com

Hvað: Line
Hver: Triana Park
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 15. sæti í úrslitum

Eyrún segir:  Þetta lag og þetta viðlag læðist svolítið aftan að mér. Ég er þó alveg sammála Hildi að sviðsetningin hafi verið út um allt í forkeppninni og ég vona að þau leggi metnað í að skoða hana upp á nýtt. Ég ætla sko alls ekki að afskrifa Lettland og held að þetta gæti komið á óvart á stóra sviðinu!

Hildur segir:  Hér er á ferðinni danspopp sem gæti þó stundum hugsað sér að vera annarskonar lag. Í grunninn er lagið fínt en það vantar eitthvað upp á til að það verði nægilega grípandi og eftirminnilegt. Það líður rúm mínúta af því áður en nokkuð ris kemur í lagið og það getur verið dýrkeypt í Eurovision. Í lifandi flutninginum í undankeppninni í Lettlandi var lagið kraftlaus og söngurinn flatur og fyllti engan veginn upp í tómarúmið í laginu þegar kraftinn vantaði. Sviðsetningin heima fyrir virtist illa hönnuð fyrir sjónvarp og minnti meira á tónleika en sjónvarpsflutning. Ég er því hrædd um að þetta floppi allt saman á sviðinu í Kænugarði. 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s