Röð laga á svið 2017!

Nú hefur verið uppljóstrað hvernig röð laga verður í undankeppnunum tveimur og gaman að líta aðeins á það:

SEMI-FINAL 1  – RÖÐ LAGA SEMI-FINAL 2  – RÖÐ LAGA
1. Svíþjóð 1. Serbía
2. Georgía 2. Austurríki
3. Ástralía 3. Rússland
4. Albanía 4. Makedónía
5. Belgía 5. Malta
6. Svartfjallaland 6. Rúmenía
7. Finnland 7. Holland
8. Aserbaídsjan 8. Ungverjaland
9. Portúgal 9. Danmörk
10. Grikkland 10. Írland
11. Pólland 11. San Marinó
12. Moldóva 12. Króatía
13. Ísland 13. Noregur
14. Tékkland 14. Sviss
15. Kýpur 15. Hvíta-Rússland
16. Armenía 16. Búlgaría
17. Slóvenía 17. Litháen
18. Lettland 18. Eistland
19. Ísrael

 

Hér sjáum við að Svala verður 13. á svið á fyrra kvöldinu – rétt eins og norsku drengirnir á því seinna. Það verður að teljast ágætis staðsetning en við hefðum þó fremur viljað koma strax á eftir Tékklandi fremur en stuðpinnunum frá Moldóvu, það er ekki alveg draumastaðan þrátt fyrir að lögin séu nokkuð ólík.

Svíar byrja sjóið og það er ágætt – þess má geta að Christer Björkman ber ábyrgð á uppröðuninni þar sem hann var settur í neyðarstjórn fyrir keppnina eftir mikla dramatík í undirbúningnum og hann er eldri en tvævetur í bransanum.

Belgía sem er ofarlega á veðbankalistum fær sennilega auglýsingahlé á eftir sínu framlagi og það lofar góðu!

Við hefðum viljað sjá Portúgal seinna en mögulega ná þeir rétt fyrir auglýsingar/rétt eftir auglýsingar.

Dauðaframlögin eru önnur á svið, eins og við höfum margoft minnst á áður, og Georgía og Austurríki eru ekki mjög burðug fyrir það fyrsta svo að það verður að segjast að þetta eru ekki góðar fréttir fyrir þau.

Merkilegt að sjá að enn er gert ráð fyrir Rússum þriðju á svið á seinna undankvöldinu, enn er ekki öll nótt úti með þeirra framlag!

maxresdefault (2)

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s