Yfirferð laga 2017: III. hluti

pizap.com14909564396391Tékkland

tekkland - martina barta

Mynd: ireport.cz

Hvað: My Turn
Hver: Martina Bárta
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 25. sæti í úrslitum

Hildur segir: Hér er á ferðinni falleg ballaða sem Martina syngur af mikilli innlifun. Martina hefur fallega djúpa rödd sem passar laginu vel. Lagið er ekki sérlega eftirminnilegt né grípandi en með útgeislun, einlægni og góðum söng gæti það jafnvel staðið aðeins út í ballöðufargani keppninnar í ár.

Eyrún segir: Einkennileg raddbeiting söngkonunnar fer dálítið í taugarnar á mér í þessu annars mjög rislitla lagi. Svo mikið að ég get varla klárað að hlusta á lagið – er hún að herma eftir Cher eða hvað? Lagið er algjörlega óeftirminnilegt og ég held því miður að Tékkar sitji eftir með sárt ennið í ár þegar umslögin verða opnuð.

Finnland

finland - norma john

Mynd: eurovision.tv

Hvað: Blackbird
Hver: Norma John
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 15. sæti í fyrri undanriðli

Eyrún segir:  Falleg ballaða frá Finnum og ég kann að meta sviðssetninguna eins og hún var í UMK, vona að hún verði svipuð á stóra sviðinu. Þetta gæti alveg gert góða hluti en líka týnst einhvers staðar inn á milli; ég stend mig þó að því að söngla viðlagið reglulega.

Hildur segir: Blackbird er virkilega fallegt lag, líklega fallegasta lagið í keppninni í ár ásamt framlagi Portúgala. Lagið greip mig þó ekki alveg strax, ég þurfti að hlusta nokkrum sinnum á það til að falla alveg fyrir því. Ef lög grípa mann ekki strax í Júróvisjion þarf flytjandinn að gera það á sviðinu. Því miður varð ég fyrir vonbrigðum þegar ég sá lagið live í finnsku undankeppninni því það var eitthvað við söng og raddbeitingu Leenu sem truflaði mig, eitthvað sem kemur ekki eins sterkt fram í stúdíóúgáfunni. Það varð til þess að hún greip mig ekki strax. Ég hef áhyggjur af þessu fyrir hönd Finna því lagið á gott gengi sannarlega skilið! 

Georgía

georgia - tamara

Mynd: esckaz.com

Hvað: Keep the Faith
Hver: Tamara Gachechiladze
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 20. sæti í úrslitum

Hildur segir:  Æ jæ jæ…. þetta er bara einum of, meira að segja fyrir Júróvisjon! Dramatískt lag, dramatískur söngur, dramatískur texti og dramatískur boðskapur. Ég elska nú yfirleitt friðarboðskap og finnst yfirleitt mjög flott þegar listafólk dregur fram staðreyndir um ástand heimsins en það er eitthvað við samsetninguna hér sem bara truflar mig, finnst algjörlega vanta einlægninga í þetta allt saman og því verður lagið og framsetningin yfirborðsleg og boðskapurinn fer fyrir ofan garð og neðan. 

Eyrún segir:  Tamara, eða Tako, er víst ein af skærustu stjörnum Georgíu og einhverjir muna kannski eftir henni 2009 að syngja í hljómsveitinni 3G um að vilja ekki „Put In“ eða Pútín, en svo var framlagið dregið til baka. Er hægt að draga þetta líka til baka? Alveg hræðilega leiðinlegt að mínu mati!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s