Yfirferð laga 2017: II. hluti

pizap.com14909564396391Aserbaídjan

aserbaídjan - dihaj

Mynd: dihaj.com

Hvað: Skeletons
Hver: Dihaj
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 17. sæti í úrslitum

Eyrún segir:  Þetta lag fíla ég í botn og mér finnst Dihaj óhemjutöff týpa og söngkona. Viðlagið er mjög sterkt og ég vakna reglulega með það á heilanum! Dihaj hefur mikla reynslu af danstónlist og var áberandi í triphop-danssenunni í London þegar hún lærði í Bretlandi. Ég á því von á almennilegri danssviðssetningu sem á eftir að trylla lýðinn á gólfinu og flýgur svo beint í úrslitin.

Hildur segir: Það er eitthvað við þetta lag sem fær mig til að hlusta, samt finnst mér það ekkert sérlega skemmtilegt. Kannski hlustar kona vegna þess að lagið er sérlega kunnulegt og minnir mig á eitthvað lag sem ég veit samt ekki hvað er en mér finnst örugglega skemmtilegt!  Eða kannski er þetta bara skemmtilegt lag!? Ég bara get ekki ákveðið mig. Lagið er í öllu falli dálítið töff og grípandi en um leið pínu óeftirminnilegt og halló. Ef Dihaj gerir eitthvað skemmtilegt á sviðinu er næsta víst að lagið skelli sér í úrslit. 

Belgía

beliga - blanche

Mynd: eurovisionworld.com

Hvað: City Lights
Hver: Blanche
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 10. sæti í úrslitum

Hildur segir: Þetta er eina lagið í keppninni sem greip mig strax og þá ekki bara við fyrstu hlustun, heldur strax á fyrstu 10 sekúndunum. Ég fékk tár í augun og gæsahúð sem hélt út lagið. Allt strax í fyrsta skipti sem ég heyrði það! Ég hef ekki hugmynd um hvort það er einhver saga á bakvið þetta lag en mín upplifun af því er að þetta sé söngur almennra borgara í stríði. Ég sá þá strax fyrir mér uppgefna og úrræðalausa í miðjum hörmungum. Endirinn á laginu undirstrikaði þetta mjög sterkt og ég sakna þess endis í myndbandinu og á Spotify. En þetta er bara alveg magnað lag í alla staði, röddin, útsetningin, laglínan…. Nú vonar konar að þetta verði vel sviðsett svo þetta fari í toppbaráttuna þar sem það á svo sannarlega heima.

Eyrún segir:   Svona lög fíla ég eiginlega alltaf – ég elskaði Loic og þetta minnir mikið á það framlag Belga 2015. Ég var pínu hissa á að það greip mig ekki alveg frá fyrstu sekúndu og ég held að það sé hin djúpa rödd þessarar ungu stúlku, en ég hef reyndar heyrt líka að hún sé ekki vön að syngja svona djúpt. Það er eitthvað sem segir mér að þetta geti mögulega floppað á sviðinu, sérstaklega ef þetta er of djúpt fyrir hana… Ég er samt gífurlega ánægð með þetta lag, finnst það mjög flott og kúl. Það rís ekki mjög hátt og gæti mögulega orðið flatt (vona samt ekki) því að ég vil endilega sjá Belgíu í úrslitunum aftur!

Kýpur

kypur - hovig

Mynd: eurovoix.com

Hvað: Gravity
Hver: Hovig
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 21. sæti í úrslitum

Eyrún segir:   Um leið og ég heyrði framlag Kýpverja í ár hugsaði ég strax „Rag’n’Bone man!“ Líkindin fóru fyrst svoldið mikið í taugarnar á mér en svo finnst mér þetta bara notalegt og Hovig er nú ekkert ómyndarlegur svo sem. Lagið er nú ekkert stórkostlegt kannski en í myndbandinu eru ýmsar vísbendingar um e.t.v. áhugaverða sviðsframsetningu svo að við getum farið að láta okkur hlakka til! Ég veit ekki hvort þetta kemst áfram og það veltur bara á útkomunni á keppniskvöldinu.

Hildur segir:  Lagaframleiðandi Thomas G:son lætur ekki sitt eftir liggja í Júró í ár og er aftur höfundur framlags Kýpverja. Lagið er velútfært kraftpopp sem Hovig syngur vel. Það er ekkert sérstakt né frumlegt við lagið en það er talsvert grípandi. Hovig á klárlega eftir að heilla áhorfendur heima í stofu. Tel næsta víst að lagið fari í úrslitin en það blandar sér líklega ekki í toppbaráttuna. 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s