Yfirferð laga 2017: I. hluti

pizap.com14909564396391

Albanía

Albania - lindita

Mynd: wiwiblogs.com

Hvað: World
Hver: Lindita
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 16. sæti í fyrri undanriðlinum.

Hildur segir: 
Lindita reynir röddina gæti verið yfirskrift þessa lags! Hér er á ferðinni afar kraftmikið lag en það er ekki alltaf nóg að vera sterkur. Það þarf líka að skilja eitthvað eftir, einhverja tilfinningu sem fær mann til að muna og upplifa. Ég upplifi því miður lítið þegar ég hlusta á þetta lag og mig langar oftast til að slökkva. Það eins sem ég man þegar því lýkur er ágeng og æpandi rödd Linditu sem mér finnst ég þurfa að forða mér undan.

Eyrún segir:
Albanir eru þekktir fyrir að „revampa“ lögin sín sem þeir hafa auðvitað góðan tíma til, þar sem þeir velja þau í desember. Yfirleitt er albönsku skipt út fyrir ensku (það er gert nú) og svona almennt poppað meira upp. Í þetta sinn finnst mér breytingin alveg ágæt, og lagið finnst mér vaxa við nánari hlustun, húkkurinn er svakalegur. Lindita er náttúrulega vægast sagt öflug söngkona, eins og Hildur bendir á, og ég get alveg séð að með góðri sviðsetningu fljúgi þetta áfram í úrslitin.

Armenía 

Armenia - Artsvik

Mynd: Eurovisionworld

Hvað: Fly with Me
Hver: Artsvik
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 7. sæti í úrslitum.

Eyrún segir:  Mér fannst þetta nú ekki mjög beysið í fyrsta sinn þegar ég heyrði lagið en mjög töff myndbandið og hún augsjáanlega (og -heyranlega) mjög frambærileg söngkona. Mér finnst viðlagið ná mér dálítið en á heildina ekki mjög spennandi lag. Ansi hrædd um að það þurfi eitthvað eldgimmikk á sviðinu til að grípa athyglina, en Armenar hafa reyndar alltaf átt góðu gengi að fagna svo að sennilega er nóg fyrir Artsvik að mæta!

Hildur segir: Lagið lætur ekki mikið yfir sér enda var það dansinn í myndbandinu sem greip mig fyrst þegar ég hlustaði! Ég þurfti raunar að horfa tvisvar til viðbótar til að heyra lagið, svo gaman fannst mér að horfa á dansinn. Lagið er hins vegar bara dálítið gott þegar maður fer að hlusta og mér þykir undirspilið sérstaklega töff og skemmtilegt. Þar tekst að hafa etníska hljóminn án þess að það verði hallærislegt. Ef dansinn kemur á sviðið í Kænugarði og tekst vel til með einum færri dansara en í myndbandinu þá getur hann auðveldlega hrifið fólk nægilega til að kjósa – alveg sama þótt fólk heyri kannski ekki mikið af laginu!

Ástralía

Astralia - Isaiah

Mynd: news.com.au

Hvað: Don’t Come Easy
Hver: Isaiah
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 2. sæti í úrslitum

Hildur segir: Það dylst engum að líkt og síðastliðin tvö ár senda Ástralir gæðapopp í Júróvisjon! Virkilega vel unnið lag sem Isaiah syngur af innlifun sem maður heyrir ekki oft hjá 17 ára söngvurum. Þó lagið hafi ekki gripið mig strax þá verður það betra við hverja hlustun. Eiginlega alveg burtséð frá hvort lagið er mjög grípandi eða ekki, þá er næsta víst að Ástralir haldi áfram að gera góða hluti í keppninni því gæðin eru í fyrirrúmi hjá þeim! 

Eyrún segir:  Ég kann mjög vel að meta hversu PC Ástralir eru og duglegir að senda fulltrúa ólíkra þjóðarbrota og nú stígur fyrsti frumbyggi Ástralíu á stóra sviðið í Kænugarði í vor. Hann er náttúrulega með stjarnfræðilega þroskaða rödd miðað við aldur og við skulum vona að hann nái að koma þessu flotta lagi til skila sem er eftir sömu höfunda og Sound of Silence frá í fyrra. Ég held með Ástralíu og krúttinu honum Isaiah!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s