Spá AUJ fyrir úrslit Söngvakeppninnar 2017

alltum2

Stóra stundinn er í kvöld og við fáum að vita hver verður fulltrúi okkar í Júróvisjon í Kænugarði í vor. Við spáum í spilin hver eru líklegust til sigurs.

Eyrún spáir

1EEVÞað hefur sjaldan verið eins erfitt að spá fyrir um úrslitin því að ég held að í ár hafi plögg keppenda náð hápunkti sínum – og það kemur til með að skila sér! Keppnin er mjög jöfn og nánast öll framlögin sem hafa burði til að vinna. Ég held þó að ef allir ná að skila sínu án vandkvæða (tæknilegra og annarra), þá standi tvö lög upp úr sem eru næstsíðust og síðust á svið; Svala og Daði Freyr. Svala hefur auðvitað reynsluna og gæði í framsetningu og lagasmíð og er fan-favorite en Daði hefur læðst fram og mun sennilega toppa á réttum tíma í úrslitunum. Þriðja sætið gætu báðir Aronarnir vermt og kannski ómögulegt að meta líkur annars fram yfir hinn, ég held að á endanum séu þeir að keppast um sama markhópinn. Ég hallast þó fremur að Aroni Hannesi ef ég á að velja og held að það verði mjög mjótt á mununum. Ég ætla þess vegna að henda þessari spá fram:

3. sætið: Aron Hannes – Tonight

2. sætið: Daði Freyr – Is This Love?

1. sætið: Svala – Paper

Hildur spáir:

HTF_6Í þessari sterku keppni er dálítið erfitt að spá fyrir um hvað muni gerast. Svala verður að teljast mjög sigurstrangleg en það eru Aronarnir tveir líka. Áður en keppni hófst þótti mér Hildur einnig mjög sigurstrangleg en hef horfið frá þeirri skoðun eftir að hafa séð atriði hennar á sviði (alveg óháð hljóðveseni). Ég trúi þó að hún gæti blandað sér í baráttuna um 3. sætið, þó einna helst ef Aronarnir tveir stela stigum hvor af öðrum. Rúnar Eff gæti einnig komið á óvart og jafnvel barist um 3. sætið og að sama skapi veit maður ekkert hvað Daði og gagnamagnið munu gera. Sem sagt virðist allt geta gerst í þessari keppni en ég legg eftirfarandi spá fram:

3. sætið: Is this love – Daði og gagnamagnið

2. sætið: Aron Brink – Hypnotised

1. sætið: Paper – Svala

Við ætlum líka að setja fram smá líkindaæfingar til gamans – eins og við höfum gert áður – eingöngu byggt á okkar mati og tilfinningu (ekki hávísindalegt):

Flytjendur efstir eftir blandaða kosningu Minni líkur eftir einvígið Meiri líkur eftir einvígið
Svala og Aron Hannes Aron Hannes Svala
Svala og Aron Brink Aron Brink Svala
Svala og Daði og Gagnamagnið Daði og Gagnamagnið Svala
Svala og Hildur Hildur Svala
Daði og Gagnamagnið og Aron Hannes Daði og Gagnamagnið Aron Hannes
Hildur og Aron Hannes Hildur Aron Hannes
Aron Brink og Aron Hannes Aron Brink Aron Hannes
Aron Brink og Daði og Gagnamagnið Daði og Gagnamagnið Aron Brink
Hildur og Aron Brink Aron Brink Hildur
Hildur og Daði og Gagnamagnið Hildur Daði og Gagnamagnið

Svo verður bara spennandi að sjá!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s