Húmor, huggulegheit og hamingja á seinna undankvöldi

semi 2 samsett mynd

Það voru þau Daði Freyr með lagið Hvað með það , Aron Brink með lagið Þú hefur dáleitt mig og Svala með lagið Ég veit það,  sem komust áfram af seinna undankvöldinu á laugardaginn var. Það kom svo líklega fáum á óvart að framkvæmdastjóri Söngvakeppninar hafi ákveði að senda 7 lagið í úrslitin og það var Hildur með lagið sitt Bammbaramm sem varð þar fyrir valinu. Eitthvað minna var um trix á þessu kvöldi en því fyrra en fjölbreytnin var þó áfram í fyrirúmi í lagavalinu og framstetningunni.

Linda Hartmann hóf kvöldið í glæsilegum kjól og kraftmiklum söng í power ballöðu kvöldsins þar sem tilfinning var einnig túlkuð í fallegum hefðbundum nútímadansi. Daði Freyr og Gagnamagnið voru önnur á svið þar sem einlægni, hæfilegur húmor og nördaskapurinn fékk að njóta sín. Spenningurinn yfir atirði Svölu var mikill á flestum vígstöðum en hún var þriðja á svið. Svala naut sín í ein á sviðinu undir ljósasýningu og með töffaralegum hreyfingum. Það voru því miklar sviptingar yfir í fjórða lag kvöldsins en það voru þau Páll Rósinkranz og Kristina Bærendsen sem buðu upp á huggulegaheit og auðmelta tóna í angurværi ballöðu. Nýliðinn Sólveig Traustadóttir var fimmta á svið og bauð upp á einlæga framkomu og vangadans. Kvöldið endaði á hamingjusprengju Arons Brink þar sem brosin og gleðin voru við völd.

Það er því ljóst að sjö lög munu keppa til úrslita í Laugardalshöllinni komandi laugardag og það má búast við heldur betur fínu showi!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s