Gestaálit Flosa: Seinni undankeppnin Söngvakeppninnar 2017

Flosi með vín í Vín

Flosi með vín í Vín!

Þá er komið að öðru undankvöldin! Mikið hefur maður lært frá því af fyrra undankvöldinu þá kannski helst að það er ekki nóg að æfa í marga mánuði, heppnin þarf að vera með manni og allt að ganga upp tæknilega séð. Öll erum við mannleg og allir geta gert mistök og það virðist hafa gerst í hljóðblönduninni sem því miður að hrjá nokkuð marga. Nú vona ég að þetta sé komið í lag keppendur morgundagsins þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu.

Á morgun er hörkuriðill á ferð og erfitt að spá en ég væri að ljúga ef ég viðurkenndi ekki að ég hef skoðun á öllu!

Aron Brink –  Þú hefur dáleitt mig
Þett var það lag sem greip mig mest við fyrstu hlustun. Það er kannski ekki skrítið það sem ég er Zumba kennari og fagna alltaf gleðisprengjum eins og þessari. Byggingin á laginu er fullkominn fyrir hinn týpíska júrónörd; ef þetta vinnur þá verður þetta spilað á í öllum júróvision partýum. Ef flutningur á sviðinu verður góður og allt gengur upp þá á þetta að fljúga áfram. Aron er ungur og efnilegur strákur og á framtíðina fyrir sér og ég vona svo sannarlega að hann sé klár í slaginn. Þetta lag er í topp þremur hjá mér og fer áfram.

Svala Björgvins – Ég veit það
Ef Íslendingar vilja fá eitthvað nýtt og „alternative“ þá er þetta málið. Hér er reynslubolti á ferð sem þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu við flutninginn. Þetta er eini af fáum keppendum í ár sem ég hef engar áhyggjur með flutning sama hvað gerist í tæknimálum. Aðdáendur úti tengja mikið við þetta lag og segja að hún verði í topp 10 ef hún vinnur fyrir Ísland. Þetta er öruggt áfram og verður að berjast um sigurinn þann 11. mars.

Páll og Kristina – Þú og ég
Hér er falleg ballaða á ferð sem er mjög auðvelt að hlusta á. Ég held að eldri kynslóðin muni kjósa þetta lag. Hér eru hörku söngvarar á ferð og þetta verður að berjast um þriðja sætið í riðlinum. Spurningin  er hvort Ísland sé rétti markhópurinn fyrir þetta lag þar sem kántríð tónlist hefur ekki riðið feitum hesti hér á landi. Það virðist þó virka best að hafa einfaldleikan í fyrirrúmi og það gæti fleygt þeim áfram á Laugardaginn.

Daði Freyr – Hvað með það?
Þetta er svona love/hate relationship fyrir mig. Ég var ekki að fýla þetta við fyrstu hlustun en svo hefur það unnið á. Daði er hörku söngvari og mjög gaman að fylgjast með honum og mjög áhugaverðri markaðsherferð hans. Með góðri sviðsframkomu þá verður þetta svarti hesturinn og fer áfram. Þau eru skemmtileg og hress í Gagnamagninu og svo gaman hvað þau eru einlæg og „ófílteruð“ Ég segi því að Daði Freyr far áfram á gleðinni og einlægninni.

Sólveig – Treystu á mig
Þetta er eitt af þessum atriðum sem gerir mig svo stoltan af að vera Júróvision aðdáendi. Hér er stelpa á ferð sem hefur aldrei komið fram og fær tækifæri hér. Hvar hefur þessi rödd verið? Gaman að hafa svona lag sem er samið og flutt af mæðgum. Lagið minnir mig á svona Mean Girls mynd þar sem stelpan liggur upp í rúmi og skrifar í dagbókina um fyrstu ástina. Í viðlaginu hoppar húns svo framúr af kæti út af stráknum sem heilsaði henni og mundi eftir nafninu hennar. Því miður er keppnin það sterk í ár að þetta fer ekki áfram.

Linda – Ástfangin
Sterk ballaða hér á ferð með hörku söngvara. Þetta er svona lag sem ég hlusta mikið á en hef litla skoðun á. Mér finnst vanta eitthvað til þess að ég segi að hún fari áfram en kannski kemur það með flutninginum á svið. Hún var flott í Voice en fékk kannski ekki rétt lög til að syngja. Hef á tilfinningunni að hún komi aftur í þessa keppni en þetta er því miður ekki hennar ár. Haltu áfram að semja Linda og þú munt koma með réttu uppskriftina eitt árið!

Þar hafið þið það 3 lög fara áfram og mjög erfitt að velja það þriðja en Aron Brink, Svala og Daði Freyr eru þau sem ég ætla að stóla á. Held að Páll og Kristina verða mjög nálægt því en Daði tekur þetta á einlægninni og gleðinni. Ég óska öllum velgengis og ég er svo sannarlega komið með nýtt heilkenni sem heitir söngvakeppnissyndromið því ég hlusta frekar jafn á öll lög og það hefur aldrei gerst.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s