II. Yfirferð laga í Söngvakeppninni 2017

ss2017_b

Mynd: ruv.is/songvakeppnin

Við sýtum nú ekki að Aron Hannes, Rúnar Eff og Arnar og Rakel hafi komist áfram á laugardaginn var, heldur fögnum ákaft og hendum okkur í yfirferð á lögunum sem keppa á seinna undankvöldinu í Söngvakeppninni 2017.

Ég veit það – Svala – Svala Björgvinsdóttir, Einar Egilsson, Lester Mendez og Lily Elise

EyrúnÞað eru auðvitað allir búnir að vera að bíða eftir Svölu – frá því að Wiggle wiggle song var í Söngvakeppninni 2008 (svo laaaaaangt á undan sinni samtíð)! Og þegar hún mætir veldur hún svo sannarlega ekki vonbrigðum! Uppáhaldið mitt; töff og melódískt. Svala yrði auðvitað engri lík á sviðinu í Kænugarði og myndi gera okkur öll stolt.

HildurLoksins er Svala komin aftur í Söngvakeppnina og ekki bara sem lagahöfundur heldur líka flytjandi! Lagið er mitt uppáhalds í keppninni í ár og greip mig svo við fyrstu hlustun að ég hlustaði á það fjórum sinnum í röð. Lagið hljómar mun betur á ensku, líklega af því Svala er vanari að syngja á því tungumáli og rödd hennar nýtur sín því betur. Þess vegna er gott fyrir hana að lögin voru gefin út á báðum tungumálum strax svo við vitum hvað bíður okkar þegar hún verður í toppbaráttunni í Laugardalshöllinni!

Þú og ég – Páll Rósinkranz og Kristina Bærendsen – Mark Brink

HildurÉg viðurkenni bara hér með að þetta lag höfðar alls ekki til mín og ég hef sjaldan náð að hlusta á það í gegn. Kristina og Páll flytja það hins vegar alveg óaðfinnanlega og maður bara veit aldrei hvað gerist þegar Páll er annars vegar! Lagið gæti hæglega fengið ágæta útvarpsspilun en ég er hrædd um að það eigi lítið erindi á Júróvisjonsviðið. 

Eyrún: Ég heyri alltaf smá Eivarar-blæ í þessu lagi og færeyska söngkonan Kristina hefur mjög skemmtilegan köntríblæ í röddinni. Annars er þetta beisiklí lyftutónlist og sviðssetningin kemur til með að ráða öllu um framganginn í keppninni, en þetta er ekki minn tebolli.

Ástfangin – Linda Hartmanns – Linda Hartmanns og Erla Bolladóttir

Eyrún: Dramatíkin í þessu lagi byggist að mínu mati aðeins of hægt upp fyrir 3 mínútna glugga. Þannig finnst mér þetta ekki vera almennileg power-ballaða þó að hún vilji vera það – og verður þá bara pínu blah… Söngurinn er þó góður og textinn sömuleiðis en ég held að flugið sé ekki nægilegt.

HildurHér er á ferðinni afskaplega falleg ballaða frá Lindu. Ég hugsa að Linda muni alveg negla sönginn í beinni í Háskólabíói því við höfum heyrt það í Voiceinu að hún getur heldur betur sungið sem og bakraddirnar hennar. Lagið er hins vegar svolítið lengi að byrja og nær kannski ekki nægilegu risi til að skila sér alla leið í úrslitin. 

Þú hefur dáleitt mig – Aron Brink – Þórunn Erna Clausen, Michael James Down og William Taylor

HildurÞetta er hitt uppáhaldslagið mitt í keppninni í ár (ásamt laginu Ég veit það).  Þetta er bara svo rosalega grípandi gleðisprengja að maður getur ekki annað en farið að dansa við það. Þórunn er náttúrlega alvön að sviðsetja svo það er næsta víst að það mun eitthvað skemmtilegt gerast á sviðinu á laugardagskvöldið og Aron hefur svo mikla útgeislun að það er alveg næsta víst að þetta lag flýgur í Laugardalshöllina og verður í harðri keppni um toppsætið. Svo eru skilaboðin: „Kostar ekki neitt að vera jákvæður“ holl og góð til okkar allra!

Eyrún: Þetta er mjög hressandi og skemmtilegt lag sem nær örugglega til mun stærri hóps en hin af þessum „fan-favorite“ lögum sem keppa í ár. Eins og Hildur segir, ræður maður varla hætt að dilla sér og viðlagið minnir á mörg af þessum heilalímslögum Wakawaka og Habahaba og þetta allt saman. Það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast ef þetta kemst ekki áfram í Laugardalshöllina!

Treystu á mig – Sólveig Ásgeirsdóttir – Iðunn Ásgeirsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir

Eyrún: Þetta lag held ég að sé algjör Svarti-Pétur í keppninni á laugardaginn. Fyrir það fyrsta alveg nýr lagahöfundur og í annan stað flytjandi sem hefur aldrei stigið á svið af þessum skala. Af því sem ég hef séð af Sólveigu er hún þrusuflott og ég vona að taugarnar haldi á laugardaginn því að þá held ég að þessi fína lagasmíð sendi hana beint í úrslitin.

HildurÞað er svo gaman þegar koma nýir höfundar í keppnina, ekki bara nýir í Söngvakeppninni heldur bara alveg splunkunýir sem við höfum ekki heyrt neitt frá áður. Iðunn lumar sannarlega á lagahöfundahæfileikum því lagið er ljómandi fínt. Ég held þó að það eigi ekki sérlega mikla möguleika í Júróvisjon sjálfri. 

Hvað með það? – Daði Freyr – Daði Freyr Pétursson

HildurDaði bara poppaði upp í þessari keppni með dásamlegt synthapopp sem kom mér algjörlega á óvart. Einhverra hluta vegna fór ég strax að hugsa um lagið Rýting með Fatherz’n’Sons sem keppti árið 2012 þó það sér í raun fátt líkt með lögunum. Lagið hans Daða er stórgott með góðum texta bæði á íslensku og ensku og ég hlakka virklega mikið til að sjá sviðsetninguna á laugardaginn. Þó ég sé ekki alveg viss en þá vona ég sannarlega að Daði komist i úrslitin í Laugardalshöll. 

Eyrún: Lagið sem ég gleymi alltaf í keppninni. Fínasta lag, það er ekki það – en það lætur að mínu mati of lítið yfir sér. Ég á þó von á skemmtilega flippaðri sviðssetningu en held ekki að þetta geri neitt í keppninni og komist ekki áfram.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s