Glimmer, drama, dans og gimmik á fyrra undankvöldi

samsett-mynd-live-semi-1

Það voru þau Rúnar Eff með lagið Mér við hlið, Arnar og Rakel með lagið Til mín og Aron Hannes með lagið Nótt sem komust áfram í úrslit af fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar 2017. Úrslitin komu mörgum á óvart, einkum sú staðreynd að Hildur komst ekki áfram með lagið sitt Bammbaramm en því hafði verið spáð mikilli velgengni í keppninni.

Nokkuð hefur verið rætt um hljóðblöndun á kvöldinu og hafa bæði Hildur og aðstandendur lagsins Heim til þín rætt málin á Facebook og í fjölmiðlun og flytjendur og höfundar annarra laga einnig tjáð sig um málin og virðast nokkuð sammála um að hljóðblönduninni hafi verið ábótavant. Hvort slæm hljóðblöndun hafi haft áhrif á úrslitin fáum við víst aldrei vitað en eitt er víst að það var skemmtilegt show sem við fengum að sjá á sviðinu á laugardaginn var og fjölbreytnin var í fyrirrúmi.

Hildur reið á vaðið með risahjarta og diskókúlur og dansara sem blönduðu saman töff og klisjukenndum danssporum sem gerði atriðið enn skemmtilegra. Erna Mist steig næst á svið í síðkjól og fjórar karlbakraddir með axlablönd í lágstemmdu og dramatísku atriði í stíl við lagið. Dramatíkin hélt áfram hjá þeim Rakel og Arnari þegar þau fluttu sitt. Þrátt fyrir nokkur trix í myndatökunni var söngurinn aðalatriðið. Júlí Heiðar og Þórdís Birna fóru svo skemmtilega leið með því að skipta skjánum svo leit út fyrir að þau væru á sitthvorum staðnum og kom það verulega skemmtilega út. Rúnar stillti bakröddum sínum afslappað upp og týndi þær svo til sín eina í einu en hafði eigin sjarma og lagið í forgrunni. Aron Hannes steig loks síðastur á svið með hressleikann í fyrirrúmi þar sem hann lék við myndavélarnar og þar með áhorfendur heima í stofu.

Það var vart hægt að segja annað en fjölbreytnin hafi verið mikil og flestir fundið eitthvað við sitt hæfi þetta kvöldið.

 

 

 

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s