Gestaálit Flosa: Fyrri undankeppni Söngvakeppninnar 2017

Flosi með vín í Vín

Flosi Jón Ófeigsson er okkar tryggasti gestaálitsgjafi og búin að vera með okkur næstum öll sjö árin. Hann er mættur að vanda með sínar einstöku pælingar um lögin sem keppa á fyrra undankvöldinu þann 25. febrúar næstkomandi.  

Söngvakeppnin tók stórt skref í fyrra þegar ákveðið var að halda úrslitin í Laugardagshöll og ég held að það hafi verið vítamínsprengja og hvatning fyrir lagahöfunda að taka þátt í þessari keppni. Í ár er ekkert lag sem ég get sagt að sé slæmt en ég ætla að reyna eftir bestu getu að finna út hvaða 3 lög komast áfram á fyrra undankvöldinu.

Hildur – Bammbaramm
Hildur er held ég gott fordæmi að lagahöfundar frá fleiri tónlistastílum sendi inn lög í Söngvakeppnina. Fjaðrir voru í miklu uppáhaldi og ég vil halda því fram að hún sé brautriðjandi að þessi alternative tónlist er að koma inn. Bammbaramm er meira poplag heldur en Fjaðrir en gjörsamlega límist við mann hvert sem maður fer. Það held ég að sé nóg til að fleyta henni í úrslit. Eitt af mínum uppáhalds í ár.

Aron Hannes – Nótt
Aron er einn af þessum ungu upprennandi poppstjörnum sem hefur verið að læra í Complete Vocal-skólanum. Hann er með mikið af fagmönnum bak við sig sem gæti hjálpað honum að fara alla leið. Annars er ég þeirra skoðunar að hann er svo mikill sjarmör að hann hefði ekki þurft á þvi að halda. Flottur strákur á ferð og lagið með þeim betri í ár. Ég væri alveg til í að fá hann og Aron Brink með karlmannsdönsurunum úr Mamma Mia í eitthvað svaðalegt up beat tempo lag…….úff ég sé fyrir mér hommana út froðufella og það þyrfti lífverði til stoppa þá af að missa sig ekki yfir þeim. En aftur að laginu, það er eitthvað sem mér finnst vanta í lagið en ég get ekki nákvæmlega bent á það en ég mjög spenntur að sjá hann á sviði og sjá hvað hann gerir. Fer alla leið í Lagardagshöll.

Rakel & Arnar – Til mín
Þetta er lag sem gæti verið svarti hesturinn ef allt gengur upp. Ég grét þegar ég sá myndbandið; afskaplega fallegt og vel unnið hjá þeim. Rakel og Arnar eru með dúndur bakraddir með sér og uppsetningin á röddunum er mjög flókin. Ég ætla spá því að þau fari áfram sem þriðja lag ef þau verða spot on í röddunum og sviðframsetningin einföld en áhrifamikil.

Rúnar Eff – Mér við hlið
Rúnar er hrókur alls fagnaðar og er þessi gaur sem maður vill vera með í partý og syngja Frystikistulagið. Fyrir mig þá renn ég til í sætinu það er svo mikið testasteron í gangi. Frábært að fá hann inn í Júró-hópinn. Þetta er samt það lag sem höfðar síst til mín og á meira bara heima í útvarpinu að mínu mati. Það er samt aldrei að vita hvað gerist ef hann fer úr að ofan og tekur rokkaran á þetta. Verður því miður ekki að mínu mati í Laugardagshöllinni.

Erna Mist – Skuggamynd
Erna er ein af þessum súper konum sem geta allt. Þvílíkur talent á ferð og sú á eftir að vera í fremstu víglínu tónlistarinnar í framtíðinni. Ég er mjög ánægður með breytinguna frá því í fyrra og það er ekkert sem gleður mig meira en dramatískt júróhækkun. Samkvæmt heimildum verður hún með dansara á sviði en ég er alltaf pínu hræddur þegar ballaða og dönsum er blandað saman. Þegar ég heyrði þetta fyrst var ég sannfærður um að hún færi áfram en held að Rakel og Arnar hafi vinningin.

Júlí Heiðar & Þórdís – Heim til þín
Ef að Júlí og Þórdís hefðu verið þann 4 mars þá hefði ég ekki hikað við að segja að þau færu í úrslit. Það er bara eitthvað sem segir mér að það sé ballað sem fari áfram með Hildi og Aroni. Þetta lag er nefnilega þrusugott og ég dilla mér alltaf þegar ég hlusta á það. Júlí og Þórdís eru svo sjarmerandi og skemmtileg og það gæti fleygt þeim áfram en ég held því miður að þau sitji eftir.

Þar hafið þið það mitt drauma atriði væri boybandið the VIKINGS með Aroni Hannesi, Aroni Brink og Júlí Heiðari. Þið heyrðuð það fyrst frá mér. Þetta yrði sigurlag sama hvort það yrði ballaða eða upbeat lag. Ég óska öllum keppendum góðs gengis og takk fyrir að semja svona góð lög í ár og setja keppnina á hærra level.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s