Kvennhöfundar – II.hluti

Fyrir ári síðan birtum við pistil um kvenhöfunda í Söngvakeppni sjónvarpsins. Þar kom fram að á árunum 1986-2016 var hlutfall kvenhöfunda af öllum lögum sem keppt hafa í Söngvakeppninni 15%.

Í pistlinum kom einnig fram að gríðarleg breyting hafi orðið árið 2016 þegar meira en helmingur laganna í keppninni var samin af konum eða í teymi kvenna og karla. Í þessu ljósi fannst okkur á Öllu um Júróvisjon tilvalið að skoða hvort þessi góði árangur væri komin til að vera og skoðum hlutfall kvenna og karla sem bæði lagahöfunda Söngvakeppninni 2017.

Alls keppa 12 lög í Söngvakeppninni í ár – sem gerir heildarfjölda laga í Söngvakeppninni frá upphafi að 304 lögum.Í ár eru lagahöfundar alls 17, þar af átta konur og níu karlar og helst því kynjahlutfallið nokkuð jafnt milli ára. Ef horft er til höfunda laga þá eru eingöngu konur höfundar fimm laga í ár, eingöngu karlar höfundar fimm laga og tvö lög eru samin í teymi karla og kvenna og því hlutföllin ákúrat jöfn.

Ef við bætum kvenhöfundum ársins í ár við heildina og reiknum hlutfall laga sem samin eru af konum eða teymi karla og kvenna, hækkar hlutfallið um tvö prósent frá árinu 2016 og er nú orðið ríflega 17%. Þetta eru góðar framfarir og við vonum að þetta jafna kynjahlutfall lagahöfunda í Söngvakeppninni sé komið til að vera!

kvennhofundar_2017