SPÁ AUJ: fyrri undankeppnina

cropped-auj_bleikt.jpg

Fyrsta stórastund Júróvisjon 2016 nálgast enda fyrri undankeppnin í kvöld! Spennan nálgast hágmark hjá AUJ eftir að hafa fylgst með generalprufu og dómararennsli í gær. Flestir stóðu sig með mikilli prýði og auðvitað þykir okkur Greta Salóme bera af! Allur samanburður við rússneska atriðið flaug burt þegar við sáum þetta í sjónvarpinu.

Við erum ekki alveg sammála um hverjir fara áfram úr þessum riðli en eftirfarandi spáum við báðar áfram:

GRIKKLANDI
ARMENÍU
ASERBAÍSJAN
RÚSSLANDI
KÝPUR
ÍSLANDI
EISTLANDI

Þá spáir Eyrún BOSNÍU, HOLLANDI og MÖLTU áfram meðan Hildur spáir AUSTURRÍKI, SAN MARINO og UNGVERJALANDI áfram.

"Júróvísurnar"

Eyrún Ellý Valsdóttir & Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

 

 

 

 

Semi 1: Þetta sjáum við á sviðinu í kvöld!

Við erum orðnar spenntar fyrir kvöldinu og ákváðum að spá aðeins í æfingarnar. Hér tökum við saman smávegis tölfræði yfir það sem kemur til með að blasa við ykkur á skjánum í kvöld, þriðjudag:

  • Endurkoma The Spice-Girls!
  • 9 glæsilegar og sjarmerandi söngkonur sem sprengja alla skala
  • 5 afskaplega myndarlega og sjarmerandi söngvara
  • 4 tónlistargrúppur/hljómsveitir; tvær rokkaðar (þar af ein í búri), ein þjóðlagasveit og 1 sambræðing söngvara, rappara og sellóleikara
  • 3-4 etnísk hljóðfæri og mikinn trumbuslátt
  • köntríslagari og diskónúmer – allt eftir bókinni!
  • tvo sundboli og önnur búningaskipti sem afhjúpa gamlan Las Vegas glimmerkjól frá Celine Dion!
  • tvö atriði með áberandi fjaðragrafík og önnur tvö með blómagrafík…
  • Hin ýmsu sirkusatriði sem allir geta verið stoltir af: Geimfari, ofvaxinn kímónó,  spilagaldur, pýró-ljósafoss og gaddavírsveggur!

 

Dagbók Júró-Flosa: Jarðskjálfti á klósetti og botnlangabólga (!)

Flosi með vín í Vín

Hann Flosi lendir sannarlega í ýmsu á Júróvisjón!

„Það er oft stutt á milli skin og skúra þegar það kemur að Eurovion. Dagurinn byrjaði í cosyheitum heima á svölunum og endði á spítalanum. Svo var haldið á uppistand hjá Heru Björk sem fór hreinlega á kostum. Kannski hefur hláturkrampinn ýtt af stað bólgunum því ég grenjaði úr hlátri. Euroklúbburinn stóð fyrir sínu og þetta var fyrsta kvöldið sem var eitthvað af fólki. Ég hitti Sehrat sem syngur fyrir San Marínó og það sem hann er frá Tyrklandi var ég fljótur að taka mig upp og nippa í hann til að senda honum Tusan mínum kveðju á tyrknesku. Hann sagðist óska að hann væri með okkur í Stokkhólmi, ekkert smá viðkunnalegur maður en alveg hræðilegt lag.

Svo fór að síga á seinni hlutann og Summersby fór að hafa veruleg áhrif á hann Júró-Flosa. Klósettferðin segir eiginlega allt saman, að manni detti í hug að búa til vidjó á klósettinu reynandi að gera númer 2 og hlustandi á stunur í næsta kamri. Svo dúaði maður svona skemmtilega á setunni svo að manni leið eins í Suðurlandsskjálftanum. Kannsi var  það ástæðan fyrir næsta ævintýri sem átti sér stað. Ég fæ í magann og hjóla heim, ekki það gáfaðasta í heimi. Ligg heima í þrjósku í 7 tíma án þess að gera neitt. Svo hringi ég með tárin í augunum því ég vildi ekki trufla vini mína sem voru að skemmta sér en þau voru fljót að taka sig til og Laufey kom beint í leigubíl og fylgdi mér á spítala.

Það er í rauninni ótrúlegt hvað þetta gerðist fljótt og ég verð að segja að ég get ekki verið ánægðari með þjónustuna sem ég fékk; og hjálp Laufeyjar og Hildar sem stóðu við bakið á mér allan tímann frá fyrstu mínútu; fékk ég, held ég geti sagt, eina bestu þjónustu sem ég hef upplifað á spítala. Þá er ekki annað hægt að segja að  mér líði mjög vel. Vonandi útskrifast ég á morgun og get spáð í hvað ég haldi að komist áfram. Áfram Ísland!“

Samhæfðar hreyfingar í Stokkhólmi – 5. hluti

Það fer ekki mikið fyrir dansi og samhæfðum hreyfingum hjá stóru þjóðunum þetta árið. Það er Spánn sem heldur uppi heiðri dansranna í þessum hópi þjóða!

Frakkland
Sjarmakóngurinn Amir er einn á sviðinu. Hann dansar ekki mikið á leið sinni úr geimnum til jarðar en tekur eina góða bakvendu milli þess sem hann brosir svo breytt að enginn dans er nauðsynlegur.

frakkland önnur æfing Thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Svíþjóð
Rétt eins og í úrslitunum í Melodifestivalen eru enginn stórkostleg danssport stigin hjá Svíjum. Frans er áfram frjálslegur í fasi, röltandi um sviðið raulandi um hvað hann myndi nú gera ef það væri hann sem hefði gert eitthvað af sér.

svíþjóð önnur æfing andres putting

Mynd: Andres Putting

 

Þýskaland
Hún Jamie-Lee okkar er nú ekki mikið fyrir að taka danssporin eða hreyfa sig mikið. Kannski er hún hrædd um að hárskrautið detti ef hún fer of hratt yfir?! Mikið hefði það nú verið gaman ef eitthvað aðeins meira hefði verið gert með þessu frábæra lagi á sviðinu.

Þýskaland önnur æfing thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Spánn
Spánn heldur uppi dansi stóru þjóðanna en Barei er með fjóra dansara, sem einnig eru bakraddirnar hennar, á sviðinu. Barei var náttúrlega strax þekkti fyrir fótahreyfingar sínar þegar hún sigraði heima fyrir og eru þær enn það athyglisverðasta í dansinum sem fram fer þar sem dansranir virðast á tíðum þvingaðar. En hver veit nema þær sleppi af sér beislunum og nái þeim finnsku í afslappelsi og gleði!

spánn önnur æfing andres putting

Mynd: Andres Putting

Ítalía
Franceca og hennar teymi hefur ákveðið að láta grafíkana ráða alfarið í sviðsetningunni þetta árið og fer það þeim barasta mjög vel! Franceca tekur sig ljómandi vel út í blómahafinu sem umliggur hana!

ítalía önnur æfing andres putting

Mynd: Andres Putting

 

Amir í liði með Gretu

Frakkland blaðamannafundur 3

Mynd: Ýrr Geirsdóttir

Hin franski Amir mætti kátur á sinn annan blaðamannfund hér í Stokkhólmi. Hann var kátur með æfinguna og sagðist hafa liðið vel á sviðinu. Rétt eins og hjá flestum þurfti að laga ýmislegt eftir fyrstu æfingu og var flest það sem laga þurfti komið í lag að sögn Amirs og hans teymis.

Saga Amirs sem söngvar er ekki löng. Hann tók þátt í The Voice árið 2013 og hefur síðar unnið sem söngvari. Hann er menntaður tannlæknir og vann sem slíkur í mörg ár. Aðspurður um hvað hafi komið til þess að hann vaknaði einn daginn og skipti algjörlega um starfsferil sagðist hann ekki hafa vaknað einn dag og allt í einu viljað gera eitthvað annað. Hann hafi vaknað margar daga í nokkur ár og vitað að hann vildi gera eitthvað annað. Amir sagðist ánægður með nýja ferilinn sinn en hann hafi lengi langað að vera á sviði.

Amir hefur gefið út eina plötu. Platan var unnin fyrir Frakklandsmarkað og var gerð með það í huga að kynna Amir og hans tónlist eftir þátttöku hans í The Voice og öðrum keppnum. Amir segir plötuna mjög persónulega og hann sé óhæddur við að vera hann sjálfur í tónlistinni. Platan er þó ekki mikil partý plata eins og lagið hans í keppninni í ár sem hann segist vonast til að allir heima haldi gott partý meðan lagið hans stendur yfir.

Frakkland blaðamannafundur 2

Það var mikil eftirvænting hjá blaðamönnum og áðdáendum að fá að mynda Amir að loknum blaðamanna fundi. Mynd: Ýrr Geirsdóttir

Leikstjóri atriðis Amirs  var staddur með honum á blaðamannfundi í dag og lýsti fyrir viðstöddum hver hugmyndin á bakvið sviðsetningu lagsins. Hugmyndin er stór, líklega eins og væntingar Amirs í tónlistinni; Amir byrjar nefninlega í geimnum en ferðast til jarðarinnar til að kynna sig og tónlistina fyrir jarðarbúum. Það má með sanni segja að það verði ansi margir jarðarbúar sem muni sjá Amir flytja lagið sitt 14. maí. Þetta er allt í samhengi við markmið Frakka í keppninni í ár sem var eins og föruneytisstjóri Frakka sagði „We want to part of the Eurovision game again“.

Nokkuð var fjallað um neikvæða umfjöllun um lag Amirs á blaðamannafundinum. Amir svaraði því vel og er í liði með Gretu um að hlusta á jákvæðu raddirnar og horfa jákvætt á lífið því hann hafi ákveðið að láta ekki neikvæðu umfjöllunina brjóta sig niður heldur mótivera sig til að gera enn betur.

Frakkland blaðamannafundur 1

Amir ásamt föruneytisstjóra, danshöfundi og fjölmiðlafulltrúa.  Mynd: Ýrr Geirsdóttir

 

 

 

 

Samhæfðar hreyfingar í Stokkhólmi – 4. hluti

Í gær æfðu allir keppendur í öðrum undanúrslitum í annað sinn á sviðinu í Globen. Við fylgdumst að sjálfsögðu vel og horfðum sérstaklega vel á allar samhæfðar hreyfingar og dans sem fram fór!

Lettland
Just er einn á sviðinu með dansslagarann sinn Heartbeat. Þó hann dansi kannski ekki mikið þá er hann mikið á hreyfingu um sviðið sem fer honum og laginu sérstaklega vel! Leðurjakkinn er alveg að gera sig þó honum hljóti að vera heitt að hreyfa sig svona mikið í leðurjakka!

Lettland önnur æfing Thomas Hanses

Mynd: Andres Putting

Pólland
Það fer ekki mikið fyrir lífi og fjöri á sviðinu hjá Pólverjum enda bíður lagið kannski ekki upp á það. Fiðluleikararnir þrír eru þeir einu sem hreyfa sig mjúklega með leik sínum allt mjög frjálslegt. Michal hreyfir hendurnar fallega í takt við lagið meðan hann stendur grafkjurr í báða fætur!

Polland önnur æfing anders Putting

Mynd: Andres Putting

Sviss
Hún Rykka hefur gert hnébeygjur sem sitt „signature move“ á sviðinu. Þær koma í ýmsum útgáfum, hægar, hraðar, djúpar og stuttar – en þó allar með hnén beint fram til að taka meira á vöðvunum framan í lærunum og rassvöðvunum! Frábært líkamsræktar videó!

Sviss önnur æfing Thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Ísrael
Hovi er stjarna, það fer ekki fram hjá neinum og það staðfesti ísraelski föruneytisstjórinn við okkur á Euroclub! En þrátt fyrir það fellur hann algjörlega í skuggan af dönsurum sem dansa í stórum húllahring svo fallega og dásamlega að við fengum tár í augun!

Ísrael önnur æfing Anders Putting

Mynd: Andres Putting

Serbía
Serbar leggja upp með nokkur þekkt þemu í júróvisjon dansinum. Í fyrsta lagi eru fjórar bakraddir sem líka dans. Þær byrja hægt og bítandi, hvor af annarri og byggja þannig upp spennu. Í öðru lagi birtist svo karldansari sem brýst í gegnum kvennmannshópinn og kemst beint að söngkonunni þar sem hann snýst í kringum hana og þau leika sér að því að kveðjast. Í þriðja lagi færa bakraddadansarnir sig til hliðar, gera hægar en vel útpældar og  stundum flóknar hreyfingar meðan karlinn dansar sóló eins og enginn sé morgun dagurinn. Í lokin sigar svo kvennhópurinn sem helst í hendur og snertir aðalsöngkonuna (það virkar ef konur snertast á svið – það segir Hera Björk að minnsta kosti!).

Serbía önnur æfing Anders putting

Mynd: Andres Putting

Litháen
Við héldum kannski að Donny myndi mæta með fullt af dansi á sviðið með þessari gleðisprengju! Það eru hins vegar þröngar buxurnar og permanetið sem fangar athyglinga frekar en hreyfingar Donnys sem er einn á sviðinu. Hann er þó í fljúgjandi kollhnís á sviðinu!

Litháen önnur æfing Thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Búlgaría
Við erum enn svo glaðar að hún Poli okkar sé komin aftur að við náum andanum! Hún er í örlítið skrítnum búningi en hann hefur sinn tilgang sem þið sjáið bara á fimmtudaginn! Danslega séð er það eitt múf sem Poli gerir sem skiptir öllu – hressilega skrítið fótaspor sem sumir vilja reyndar kalla klobbaspor!

Bulgaria önnur æfing Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Úkraína
Þegar við loksins sáum Jamölu á sviði breyttist allt. Eins og hún Laufey okkar í FÁSES réttilega þá tekur Jamala utan um mann og vaggar manni í þrjár mínútur. Við vorum orðlausar, með gæsahúð og tár í augunum. Og já úbs… ætluðum við ekki að tala um hreyfingar og dans? Maður bara gleymdi öllu og sökk á bólakaf í söguna henna Jamölu.

Úkraína  önnur æfing Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Danmörk
Í ár virðist afslappandi framkoma vera í tísku. Þó dönsku strákarnir dansi ekki mikið eru framkoma þeirra fölskvalaus. Þar sem þeir eiga að vera samtaka eru þeir það en inn á milli fljóta hreyfingarnar eðlilega svo andrúmslofið verður afslappandi.

danmörk önnur æfing Thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Belgía
Það vantar sko ekki dansinn hjá Belgunum á ár frekar en í fyrra! Núna er hins vegar aðeins meira stuð og minni alvarleiki. Dansinn á örugglega að virka afslappaður í svona rétt eins og hjá nokkrum öðrum. Okkur þykir hins vegar vanta örlítið upp á að það líti þannig út, það er örlítið eins og það vanti meiri æfingu sem gæti jú alveg smollið saman og lúkkað allt afslappað og flott á fimmtudaginn!

Belgia önnur æfing Andres Putting

Mynd: Andres Putting