Óvæntu úrslitin í undanriðlum

Nú er stóri dagurinn runninn upp sem við erum að sjálfsögðu búin að bíða eftir frá því í fyrra! Allt er ljóst fyrir kvöldið, dómararennsli lokið og fátt eftir nema krossleggja fingur og vona það besta fyrir það sem við höldum með í kvöld. En rétt áður en það gerist ætlum við að rifja upp hvað kom okkur á óvart í undankeppnum.

Fyrri undankeppnin
Fyrst ber náttúrlega að nefna að við áttum ekki von á því að Greta Salóme sæti eftir og  væri ekki með í kvöld. Við erum ekki einar um það því bæði hrópuðu aðdáendur í salnum ,,Ísland Ísland“ og margir sem rætt hefur verið við hér eru steinhissa á úrslitunum.

Sama kvöld kom nokkuð á óvart að Tékkland komst áfram. Tékkar hafa ekki riðið feitum hesti frá Júróvisjon frá því þeir hófu þátttöku 2007. Í raun hafa þeir eingöngu keppt  fimm sinnum. Það var ekki fyrr en í ár að þeir komust áfram í úrslitun, öllum að því virðist að óvörum. Árangur þeirra í undankeppnum hafa einnig verið slappar en hæsta stiga skor þeirra er 33 stig auk þess að hafa náð þeim árangir að fá 0 stig þegar Cipzy.cz steig á stokk í Rússlandið árið 2009.

Tékkland Dress æfing úrslit Anna Velikova

Gabriela á annarri búningaæfingu fyrir úrslitin. Mynd: Anna Velikova

Loks er það að sjálfsögðu sögulegt að Grikkland hafi ekki komist áfram. Gengi Grikkja í keppninni hefur verið með eindæmum, þrátt fyrir að hafa bara unnið einu sinni. Frá því þeir hófu þátttöku 1977 hafa þeir verið 18 sinnum í topp 10 og 6 sinnumí topp 5 sem verður að teljast nokkuð góður árangur. Það hefur þó hallað örlítið undan fæti síðustu ár. Þrátt fyrir að þeir hafi komist í úrslitin 2014 og 2015 var árangurinn í úrslitunum eingöngu 19. og 20. sætið. Hvort um kennir efnahagskreppu eða flóttamannastraumi verður ekki sagt en við vonum sannarlega að Grikkir komi sterkir til baka!

Grikkland á sviðið í semi 1 2016 Andres PUtting

Grikkir á sviðinu í fyrri undankeppninni. Mynd: Andres Putting

Seinna undankeppni
Það var öllu færra sem kom á óvart í seinni undankeppninni en þeirri fyrri. Það var fyrst og fremst sú staðreynd að Búlgaría komst áfram í úrslitin sem kom verulega á óvart, ekki af því lagið var ekki gott heldur af því að Búlgari hafa eingöngu einu sinni komist áfram frá því þeir hófu þátttöku árið 2005 og því fengið stimplinn að eiga enga vini í Júróvisjon. Þeir komust þó áfram árið 2007 og enduðu í 5. sæti í úrslitunum en síðan þá hefur gengið illa þrátt fyrir frábær lög á borð við Angel Si Ti sem hinn eini sanni Miro fluttir árið 2010 og Na Inat í flutningi hennar Poli árið 2011.  En í ár kom Poli aftur og virðist bara hafa komið, séð og sigrað í undankeppninni að minnsta kosti!

Búlgaría kemmst áfram Andres Putting

Poli fangaði gríðarlega þegar ljóst var að hún komst áfram! Mynd: Andres Putting

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s