Svíþjóð eitt Norðurlandanna í úrslitum

Nordic-flags

Eftir seinna undankvöldið í gærkvöld er nú orðið ljóst að Svíþjóð verður eina Norðurlandið sem keppir í úrslitunum á laugardaginn. Eftir mjög góð tæp 20 ár hjá Norðulöndunum virðist hrikta í stoðum þessa Júróvisjon veldis.

Það má segja að upprisa Norðurlandanna í Júróvisjon hafi hafist árið 1999 þegar Selma okkar varð í 2. sæti og hin sænska Charlotte Nilson (nú Pirelli) vann. Síðan þá hafa Norðurlöndin sigrað keppnina 7 sinnum og verið fjölda sinnum á topp 10. Nokkuð ber þó á milli landanna hversu oft þau hafa farið inn á topp 10. Meðan Finnland hefur bara verið einu sinni á topp 10 í lokakeppninni (árið sem Lordi vann) hefur Svíþjóð verið 11 sinnum á topp 10. Noregur og Danmörk koma þar á eftir en bæði lönd hafa verið samtals 7 sinnum á topp tíu frá árinu 1999. Ísland er svo í næstsíðasta sæti með 3 skipti á topp 10.

Öll árin frá 1999 hefur einhver Norðurlandaþjóð verið í topp 10 og aldrei áður hefur eingöngu ein Norðurlandaþjóð verið í úrslitum. Árið 2007 voru tvær þjóðir í úrslitum, Finnar sem þá héldu keppnina og Svíar.

Hvort árið í ár sé eingöngu undantekning og Norðurlöndin komi sterk til baka á næsta ári er ekki hægt að spá fyrir um en svo mikið er víst að Júróvisjon er oft á tíðum óútreiknanlegt og hvað sem er getur gerst!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s