Samhæfðar hreyfingar í Stokkhólmi – 5. hluti

Það fer ekki mikið fyrir dansi og samhæfðum hreyfingum hjá stóru þjóðunum þetta árið. Það er Spánn sem heldur uppi heiðri dansranna í þessum hópi þjóða!

Frakkland
Sjarmakóngurinn Amir er einn á sviðinu. Hann dansar ekki mikið á leið sinni úr geimnum til jarðar en tekur eina góða bakvendu milli þess sem hann brosir svo breytt að enginn dans er nauðsynlegur.

frakkland önnur æfing Thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Svíþjóð
Rétt eins og í úrslitunum í Melodifestivalen eru enginn stórkostleg danssport stigin hjá Svíjum. Frans er áfram frjálslegur í fasi, röltandi um sviðið raulandi um hvað hann myndi nú gera ef það væri hann sem hefði gert eitthvað af sér.

svíþjóð önnur æfing andres putting

Mynd: Andres Putting

 

Þýskaland
Hún Jamie-Lee okkar er nú ekki mikið fyrir að taka danssporin eða hreyfa sig mikið. Kannski er hún hrædd um að hárskrautið detti ef hún fer of hratt yfir?! Mikið hefði það nú verið gaman ef eitthvað aðeins meira hefði verið gert með þessu frábæra lagi á sviðinu.

Þýskaland önnur æfing thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Spánn
Spánn heldur uppi dansi stóru þjóðanna en Barei er með fjóra dansara, sem einnig eru bakraddirnar hennar, á sviðinu. Barei var náttúrlega strax þekkti fyrir fótahreyfingar sínar þegar hún sigraði heima fyrir og eru þær enn það athyglisverðasta í dansinum sem fram fer þar sem dansranir virðast á tíðum þvingaðar. En hver veit nema þær sleppi af sér beislunum og nái þeim finnsku í afslappelsi og gleði!

spánn önnur æfing andres putting

Mynd: Andres Putting

Ítalía
Franceca og hennar teymi hefur ákveðið að láta grafíkana ráða alfarið í sviðsetningunni þetta árið og fer það þeim barasta mjög vel! Franceca tekur sig ljómandi vel út í blómahafinu sem umliggur hana!

ítalía önnur æfing andres putting

Mynd: Andres Putting

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s