Dagbók Júró-Flosa: Jarðskjálfti á klósetti og botnlangabólga (!)

Flosi með vín í Vín

Hann Flosi lendir sannarlega í ýmsu á Júróvisjón!

„Það er oft stutt á milli skin og skúra þegar það kemur að Eurovion. Dagurinn byrjaði í cosyheitum heima á svölunum og endði á spítalanum. Svo var haldið á uppistand hjá Heru Björk sem fór hreinlega á kostum. Kannski hefur hláturkrampinn ýtt af stað bólgunum því ég grenjaði úr hlátri. Euroklúbburinn stóð fyrir sínu og þetta var fyrsta kvöldið sem var eitthvað af fólki. Ég hitti Sehrat sem syngur fyrir San Marínó og það sem hann er frá Tyrklandi var ég fljótur að taka mig upp og nippa í hann til að senda honum Tusan mínum kveðju á tyrknesku. Hann sagðist óska að hann væri með okkur í Stokkhólmi, ekkert smá viðkunnalegur maður en alveg hræðilegt lag.

Svo fór að síga á seinni hlutann og Summersby fór að hafa veruleg áhrif á hann Júró-Flosa. Klósettferðin segir eiginlega allt saman, að manni detti í hug að búa til vidjó á klósettinu reynandi að gera númer 2 og hlustandi á stunur í næsta kamri. Svo dúaði maður svona skemmtilega á setunni svo að manni leið eins í Suðurlandsskjálftanum. Kannsi var  það ástæðan fyrir næsta ævintýri sem átti sér stað. Ég fæ í magann og hjóla heim, ekki það gáfaðasta í heimi. Ligg heima í þrjósku í 7 tíma án þess að gera neitt. Svo hringi ég með tárin í augunum því ég vildi ekki trufla vini mína sem voru að skemmta sér en þau voru fljót að taka sig til og Laufey kom beint í leigubíl og fylgdi mér á spítala.

Það er í rauninni ótrúlegt hvað þetta gerðist fljótt og ég verð að segja að ég get ekki verið ánægðari með þjónustuna sem ég fékk; og hjálp Laufeyjar og Hildar sem stóðu við bakið á mér allan tímann frá fyrstu mínútu; fékk ég, held ég geti sagt, eina bestu þjónustu sem ég hef upplifað á spítala. Þá er ekki annað hægt að segja að  mér líði mjög vel. Vonandi útskrifast ég á morgun og get spáð í hvað ég haldi að komist áfram. Áfram Ísland!“
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s