Veðbankar 2016 – III. hluti

eurovision-song-contest-2016-stockholm

Nú fer að hitna hressilega í kolunum – „thunder and lightning, it’s getting exciting“ því að fyrri undankeppnin er eftir 2 daga og vika í úrslitakeppni Júróvisjón 2016.

Allar þjóðir hafa æft á stóra sviðinu í Globen í undanfarinni viku og spekúlantar hafa rýnt í allar myndir, sviðssetningar og myndbrot sem lekið hafa á netið til að reyna að spá um hvernig þetta fer allt. Svona er staðan sunnudaginn 8. maí:

Veðbanki Nr. 1 Nr. 2 Nr. 3 Nr. 4 Nr. 5
Oddschecker.com Rússland Úkraína Frakkland Svíþjóð Ástralía
Paddypower.com Rússland Úkraína Frakkland Ástralía Svíþjóð
William Hill Rússland Frakkland Úkraína Ástralía Svíþjóð
ESC stats.com Frakkland Rússland Búlgaría Ástralía Spánn
Júróvisjón 2016-hópurinn á FB Frakkland Ástralía Rússland Króatía Búlgaría
OGAE Big Poll Frakkland Rússland Ástralía Búlgaría Ítalía

Hér hefur ýmislegt gerst frá því í síðustu viku áður en æfingar hófust, það er auðséð! Almennt hefur Frakkland aðeins dalað sem getur þýtt að veðbankar telji aðra kandídata orðna sterkari en Amír. Hann hefur reyndar aðeins æft einu sinni á sviðinu en það er sama. Rússinn Sergey situr nokkuð öruggur á toppnum og Jamala frá Úkraínu hefur snert við fólki með áhrifaríkum flutningi og skýst í toppbaráttuna ásamt Dami Im frá Ástralíu. Rétt er að benda á að ESCstats.com og Júróvisjón-hópurinn hefur ekki breytt spá sinni frá í síðustu viku. Hinir þrír neðstu veðbankar eru aðdáendamiðaðir og þar sést greinilega að Amír er í miklu uppáhaldi.

En hvað með Gretu sem átti frábæra seinni æfingu í fyrradag?

th000014576_3

Mynd: Thomas Hanses (EBU

Veðbanki Sæti
Oddschecker.com 16. sæti
Paddypower.com 24. sæti
William Hill 15. sæti
ESC stats.com 22. sæti

Það er greinilegt að æfingarnar hafa haft áhrif á framgang Gretu og íslenska hópsins í veðbönkunum, sérstaklega þeim sem ekki eru aðdáendamiðaðir. Hún hefur færst ofar á listanum og er nú í kringum 15. sæti (að Paddy Power undanskildum) OGAE Big Poll setur Hear them calling í 14. sæti en það er í samræmi við fyrri vikur.

Skv. veðbönkunum er Greta Salóme spáð með þeim síðustu inn í úrslitin; Paddy Power spáir henni 10. plássinu, Oddschecker og Eurovisionworld spá því að hún verði 7. inn í og William Hill að hún verði 8. inn.

Við skulum vona að þetta reynist rétt – það er svo sannarlega hætta á að spennan verði áþreifanleg og allar neglur upp nagaðar á þriðjudagskvöld!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s