Samhæfðar hreyfingar í Stokkhólmi – 4. hluti

Í gær æfðu allir keppendur í öðrum undanúrslitum í annað sinn á sviðinu í Globen. Við fylgdumst að sjálfsögðu vel og horfðum sérstaklega vel á allar samhæfðar hreyfingar og dans sem fram fór!

Lettland
Just er einn á sviðinu með dansslagarann sinn Heartbeat. Þó hann dansi kannski ekki mikið þá er hann mikið á hreyfingu um sviðið sem fer honum og laginu sérstaklega vel! Leðurjakkinn er alveg að gera sig þó honum hljóti að vera heitt að hreyfa sig svona mikið í leðurjakka!

Lettland önnur æfing Thomas Hanses

Mynd: Andres Putting

Pólland
Það fer ekki mikið fyrir lífi og fjöri á sviðinu hjá Pólverjum enda bíður lagið kannski ekki upp á það. Fiðluleikararnir þrír eru þeir einu sem hreyfa sig mjúklega með leik sínum allt mjög frjálslegt. Michal hreyfir hendurnar fallega í takt við lagið meðan hann stendur grafkjurr í báða fætur!

Polland önnur æfing anders Putting

Mynd: Andres Putting

Sviss
Hún Rykka hefur gert hnébeygjur sem sitt „signature move“ á sviðinu. Þær koma í ýmsum útgáfum, hægar, hraðar, djúpar og stuttar – en þó allar með hnén beint fram til að taka meira á vöðvunum framan í lærunum og rassvöðvunum! Frábært líkamsræktar videó!

Sviss önnur æfing Thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Ísrael
Hovi er stjarna, það fer ekki fram hjá neinum og það staðfesti ísraelski föruneytisstjórinn við okkur á Euroclub! En þrátt fyrir það fellur hann algjörlega í skuggan af dönsurum sem dansa í stórum húllahring svo fallega og dásamlega að við fengum tár í augun!

Ísrael önnur æfing Anders Putting

Mynd: Andres Putting

Serbía
Serbar leggja upp með nokkur þekkt þemu í júróvisjon dansinum. Í fyrsta lagi eru fjórar bakraddir sem líka dans. Þær byrja hægt og bítandi, hvor af annarri og byggja þannig upp spennu. Í öðru lagi birtist svo karldansari sem brýst í gegnum kvennmannshópinn og kemst beint að söngkonunni þar sem hann snýst í kringum hana og þau leika sér að því að kveðjast. Í þriðja lagi færa bakraddadansarnir sig til hliðar, gera hægar en vel útpældar og  stundum flóknar hreyfingar meðan karlinn dansar sóló eins og enginn sé morgun dagurinn. Í lokin sigar svo kvennhópurinn sem helst í hendur og snertir aðalsöngkonuna (það virkar ef konur snertast á svið – það segir Hera Björk að minnsta kosti!).

Serbía önnur æfing Anders putting

Mynd: Andres Putting

Litháen
Við héldum kannski að Donny myndi mæta með fullt af dansi á sviðið með þessari gleðisprengju! Það eru hins vegar þröngar buxurnar og permanetið sem fangar athyglinga frekar en hreyfingar Donnys sem er einn á sviðinu. Hann er þó í fljúgjandi kollhnís á sviðinu!

Litháen önnur æfing Thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Búlgaría
Við erum enn svo glaðar að hún Poli okkar sé komin aftur að við náum andanum! Hún er í örlítið skrítnum búningi en hann hefur sinn tilgang sem þið sjáið bara á fimmtudaginn! Danslega séð er það eitt múf sem Poli gerir sem skiptir öllu – hressilega skrítið fótaspor sem sumir vilja reyndar kalla klobbaspor!

Bulgaria önnur æfing Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Úkraína
Þegar við loksins sáum Jamölu á sviði breyttist allt. Eins og hún Laufey okkar í FÁSES réttilega þá tekur Jamala utan um mann og vaggar manni í þrjár mínútur. Við vorum orðlausar, með gæsahúð og tár í augunum. Og já úbs… ætluðum við ekki að tala um hreyfingar og dans? Maður bara gleymdi öllu og sökk á bólakaf í söguna henna Jamölu.

Úkraína  önnur æfing Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Danmörk
Í ár virðist afslappandi framkoma vera í tísku. Þó dönsku strákarnir dansi ekki mikið eru framkoma þeirra fölskvalaus. Þar sem þeir eiga að vera samtaka eru þeir það en inn á milli fljóta hreyfingarnar eðlilega svo andrúmslofið verður afslappandi.

danmörk önnur æfing Thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Belgía
Það vantar sko ekki dansinn hjá Belgunum á ár frekar en í fyrra! Núna er hins vegar aðeins meira stuð og minni alvarleiki. Dansinn á örugglega að virka afslappaður í svona rétt eins og hjá nokkrum öðrum. Okkur þykir hins vegar vanta örlítið upp á að það líti þannig út, það er örlítið eins og það vanti meiri æfingu sem gæti jú alveg smollið saman og lúkkað allt afslappað og flott á fimmtudaginn!

Belgia önnur æfing Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s