Amir í liði með Gretu

Frakkland blaðamannafundur 3

Mynd: Ýrr Geirsdóttir

Hin franski Amir mætti kátur á sinn annan blaðamannfund hér í Stokkhólmi. Hann var kátur með æfinguna og sagðist hafa liðið vel á sviðinu. Rétt eins og hjá flestum þurfti að laga ýmislegt eftir fyrstu æfingu og var flest það sem laga þurfti komið í lag að sögn Amirs og hans teymis.

Saga Amirs sem söngvar er ekki löng. Hann tók þátt í The Voice árið 2013 og hefur síðar unnið sem söngvari. Hann er menntaður tannlæknir og vann sem slíkur í mörg ár. Aðspurður um hvað hafi komið til þess að hann vaknaði einn daginn og skipti algjörlega um starfsferil sagðist hann ekki hafa vaknað einn dag og allt í einu viljað gera eitthvað annað. Hann hafi vaknað margar daga í nokkur ár og vitað að hann vildi gera eitthvað annað. Amir sagðist ánægður með nýja ferilinn sinn en hann hafi lengi langað að vera á sviði.

Amir hefur gefið út eina plötu. Platan var unnin fyrir Frakklandsmarkað og var gerð með það í huga að kynna Amir og hans tónlist eftir þátttöku hans í The Voice og öðrum keppnum. Amir segir plötuna mjög persónulega og hann sé óhæddur við að vera hann sjálfur í tónlistinni. Platan er þó ekki mikil partý plata eins og lagið hans í keppninni í ár sem hann segist vonast til að allir heima haldi gott partý meðan lagið hans stendur yfir.

Frakkland blaðamannafundur 2

Það var mikil eftirvænting hjá blaðamönnum og áðdáendum að fá að mynda Amir að loknum blaðamanna fundi. Mynd: Ýrr Geirsdóttir

Leikstjóri atriðis Amirs  var staddur með honum á blaðamannfundi í dag og lýsti fyrir viðstöddum hver hugmyndin á bakvið sviðsetningu lagsins. Hugmyndin er stór, líklega eins og væntingar Amirs í tónlistinni; Amir byrjar nefninlega í geimnum en ferðast til jarðarinnar til að kynna sig og tónlistina fyrir jarðarbúum. Það má með sanni segja að það verði ansi margir jarðarbúar sem muni sjá Amir flytja lagið sitt 14. maí. Þetta er allt í samhengi við markmið Frakka í keppninni í ár sem var eins og föruneytisstjóri Frakka sagði „We want to part of the Eurovision game again“.

Nokkuð var fjallað um neikvæða umfjöllun um lag Amirs á blaðamannafundinum. Amir svaraði því vel og er í liði með Gretu um að hlusta á jákvæðu raddirnar og horfa jákvætt á lífið því hann hafi ákveðið að láta ekki neikvæðu umfjöllunina brjóta sig niður heldur mótivera sig til að gera enn betur.

Frakkland blaðamannafundur 1

Amir ásamt föruneytisstjóra, danshöfundi og fjölmiðlafulltrúa.  Mynd: Ýrr Geirsdóttir

 

 

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s