Þemun 2016: Skelfing eða snilld?

Þegar júrónördar hafa hlustað jafn gengdarlaust á framlög ársins 2016 og við höfum gert, fara flest öll lögin að hljóma kunnuglega – og það sem verra er, yfirleitt hljóma þau öll bara vel í lokin. Þetta hefur verið skilgreint sem Makedóníuheilkennið, en ætti kannski í ár að heita Stokkhólmsheilkennið (?) Nú er því rétt að kryfja það til mergjar hversu mikil snilld eða skelfing framlögin í ár eru og við höfum ákveðið að taka 6 þeirra fyrir.

Úkraína
Við fórum fögrum orðum um hana Jamölu en þegar allt kemur til alls er þetta í raun mjög undarlegt lag; teknótakturinn og þessi svakalega etník. Fyrir þá sem missa líka af þulinum kynna lagið kann að vera að boðskapurinn skili sér alls ekki og miðjukaflinn er stórfurðulegur fyrir þá sem ekki tala tatarísku. Á endanum verður þetta þó að teljast SNILLD, ætli það séu ekki flestir sammála um það.

Armenía
Muldrar einhverja óskiljanlegar setningar, úúúú-ar endalaust á sviðinu og hreyfir varla munninn við söng. Við höllumst þó frekar að því að lagið sé SNILLD heldur en hitt.

Pólland
Við vorum mishrifnar af honum Michal og þegar öllu er á botninn hvolft er þetta þá ekki bara gamaldags ballaða sungin af einhverjum sem kann ekki alveg nógu góð ensku. Þetta getur með góðu móti talist SKELFING, við kvittum upp á það!

Hvíta-Rússland
Ivan frá Hvíta-Rússlandi er með lag sem er ekkert svakalega burðugt en samt ekkert hræðilegt. En hann sjálfur er svo undarlegur að það smitar út frá sér. Við þorum varla að horfa á skjáinn þegar hann stígur á svið. Klár SKELFING hér á ferð.

Austurríki
Zoe er krúttleg og lagið kannski ágætt við fyrstu hlustun. En þegar það glymur í eyrunum daginn út og inn verður það Stevíusætt, óhóflega sætindi í svo litlu magni sem þessar þrjár mínútur eru. Fyrir þær sakir er það SKELFING.

San Marínó
Leonard Cohen-rödd yfir diskótakt sem er í raun engin laglína heldur endalaust viðlag. Við þurfum ekki að hugsa okkur um: SKELFING! 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s