Samhæfðar hreyfingar í Stokkhólmi – 3. hluti

Lokaspretti annars æfingadags þeirra sem keppa í fyrri undanúrslitunum lauk seinni partinn í dag. Það má segja þetta þriðja holl hafi boðið upp á margskonar útfærslur af hreyfingum allt frá dansi til grafík  vinnu og einfaldra samhæfra hreyfinga.

Eistland
Rétt eins og heima fyrir var Jüri einn á sviðinu en umkringdur spilaborg enda var hann mættur til að leika. Allar hreyfingar hjá Jüri eru hægar, janfnvel stundum svo hægar að hægt sé að tala um pósur.

Eistland önnur æfing

Mynd: Andres Putting

Aserbaídsjan
Meðan Jüri pósaði þá mætti Samra með hóp dansara/bakraddasöngvara sem hreyfa sig vel í takt við hressilegt lagið. Hér er formúlan tekin alla leið í dansinum, stelpurnar dansa meira í bakgrunn meðan strákarnir dillar sér fremst og í kringum Samra – allt vel samhæft!

Azer önnur æfing andre putting og Thomas Hanses

Mynd: Andres Putting

Svartfjallaland
Krakkarnir í Highway gerðu rétt eins og Minus One, skelltu öllu upp í hefðbundan hljómsveitar uppstillingu. Hreyfingalega séð fara þau þó meira um sviðið og gítarleikarinn og bassaleikarinn taka nettan snúning!

svartfjallaland önnur æfing andres Putting

Mynd: Andres Putting

Ísland
Eins og við vitum öll er Gréta með mikla kóreógraferu, bæði í takt við grafíkina sem og inna á milli. Það gekk allt upp í hreyfingunum og dansinum í dag og Gréta neglir þetta á þriðjudaginn!

Island önnur æfing thomas hanses

Mynd: Andres Putting

 

Bosnía Hersigóvina
Hér er ekki á ferðinni mikill dans en handahreyfingar þeirra Dalal og Deen eiga líklega að vera í takt en voru ekkert sérstaklega mikið í takt á æfingunni!

Bosnia önnur æfing andres putting

Mynd: Andres Putting

Malta
Dansinn kom að fullum krafti í lokaæfingu dagsins fyrir fyrri undanúrslitin þegar Ira Losco steig á svið. Með henni er dansari sem gerir þvílíkar kúnstir að maður gleymir eiginlega að horfa á Iru! Ekkert dansáhugafólk ætti að láta þetta framhjá sér fara!

Malta önnur æfing andres putting

Mynd: Andres Putting

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s