Dagbók Júró-Flosa: Svíar með flotta rassa

Flosi með vín í VínEnn heldur Flosi áfram að njóta veðurblíðunnar í Stokkhólmi – og kannski einhvers fleira, hver veit?

„Ég verð að segja að ég er orðlaus hvað Stokkhólmur er falleg borg og veðrið ekki að spilla fyrir. Ég ákvað að reyna að halda mér í smá formi og reyna að hjóla eins mikið og ég get til að spinningkennararnir mínir, Jenný, Karen og Hafdís í Reebok væru stoltar af mér. En vandamálið er það að ég er stórhættulegur í hjólatraffíkinni því ég get ekki hætt að horfa á þessa flottu Stokkhólmsrassa. Þvílík dásemd, ég er í hommaparadís! Svo tók ég smá spor við gönguljósin því að Heroes er lagið sem spilað er á gönguljósunum, mjög gaman að því. Svo býður Måns mann velkominn þegar maður er á stöðinni til að fara á Euroclub. Ég hitti þar nokkra keppendur og skellti í selfie. Summersby er drykkur ferðarinnar; ég elska að fá mér smá epla cider og dansa við Eurovision, það er bara eins og jólin hjá mér.

Það var eitt sem mig langaði að varpa fram, þegar ég kom frá Íslandi þá fór ég að pæla: Af hverju þurfa Íslendingar alltaf að fá sér í glas á flugvellinum þó klukkan sé 6 um morguninn? Erum við svona desperate eða hvað er málið? Skil annars ekki þessa áráttu.

Jæja, þá er best að fara setja sólarkremið á sig og taka annan hjólatúr, Heja Sverige!!!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s