,,Við erum öll æðisleg“

Rússland blaðamannafundur anna velikova 2

Sergey og Philip að loknum blaðamannafundi – mynd: Anna Velikova

Það er ekkert launungarmál að Sergey Lazarev, keppandi Rússlands, er vinsæll hér í Stokkhólmi. Rétt á meðan hann æfði í annað sinn í Globen í dag flykktust aðdáendur, blaðamenn og ljósmyndarar í höllina að fylgjast með. Sama var upp á teningnum þegar hann hélt blaðamannafund sinn að lokinni æfingu. Þar var þétt setið og margir áhugasamir um að spyrja spurninga.

Meirihluti teymis á bak við rússneska lagið var mættur á blaðamannafundinn og biðu menn í ofvæni eftir að heyra hvað því þætti um æfinguna fyrr um daginn. Rennslin þrjú gengu nokkuð vel að sjá þótt erfiðleikar hafi verið með grafíkina í byrjun. Fram komi í máli þeirra að enn vantaði ýmislegt upp á til að gera atriðið fullkomið. Meginatriðið væri þó að lýsa grafíkina því þeim þótti heldur dimmt yfir atriðinu. Það var þó ekki bara æfingin sem brann á mönnum heldur líka hvernig Sergey klifrar upp veginn og svífur í loftinu. Ekki vildu þau skýra þetta í smáatriðum og Sergey sagði að hann hefði vængi sem gerðu honum kleift að fljúga og klæddi sig úr jakkanum til að sýna viðstöddum vængina.

Rússland blaðamannafundur Anna Velikova

Mynd: Anna Velikova

Sergey er gríðarlega þekktur í sínu heimalandi en forsaga þess að hann taki þátt í Júróvisjon er löng. Philip Kirkorov, annar af höfundum lagsins, sagði það hafa tekið 8 ár að sannfæra Sergey til að taka þátt en rétt eins og Páll Óskar vildi Sergey alls ekki taka þátt nema með rétta laginu sem hann telur You are the only one vera. Hann gæti haft rétt fyrir sér því Rússland skorar hátt í flestum veðbönkum.

Botninn var sleginn í blaðamannafundinn með umfjöllun um rússneska teymið í heild sem er samansett af Rússum, Grikkjum, Svíum og Kýpverjum. Sergey og Philip sögðu teymið hafa unnið saman lengi og væri mjög samheldið og hrósaði Sergey því mikið. ,,We are all amazing.“

Rússland önnur æfing Andres Putting 2

Sergey æfir – mynd: Andres Putting

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s