Samhæfðar hreyfingar í Stokkhólmi – 2. hluti

Í öðru holli æfinganna í dag var ekki alveg eins mikið um dans og samhæfðar hreyfingar og í fyrsta holli en þó ýmislegt sem vert er að velta fyrir sér.

Armenía
Iveta mætir ein á sviðið í Beyoncé skotnum búning. Þó ekki færi mikið fyrir dansi var hver hreyfing að sjálfsögðu útpæld og eilítið ögrandi, líka í anda drottningarinnar sjálfrar.

Armenia önnur æfing andres putting

Mynd: Andres Putting

San Marínó
Það fer ekki mikið fyrir hreyfingunum hjá Serhat en bakraddirnar hans eru á fullu allan tíma í allskonar hreyfingum. Oft á tíðum virtust þær þó ekki alltaf alveg eins samhæfðar þær áttu að vera en það skemmdi ekki endilega mikið fyrir gleðinni!

San Marino önnur æfing Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Rússland
Rússar eru að sjálfsögðu með dansinn á hreinu. Það eru ekki bara samhæfðar hreyfingar Sergey við grafíkina sem lúkka vel heldur eru voru bakraddirnar/dansaranri með allt sitt á hreinu. Rússar þekkja formúluna vel, ekki bara hvað varðar lögin heldur líka

Rússland - önnur æfing Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Tékkland, Kýpur og Austurríki
Lítið fór fyrir dansi og hreyfingum í síðust þremur æfingum í öðru holli. Grabríella frá Tékklandi stendur kjurr í fallegum kjól meðana Kýpverjarnir í Minus One taka þetta eins og rokkhljómsveitunum sæmir – í hljómsveitar uppsetningu. Zoë frá Austurríki lætur svo grafíkina tala meira en hreyfingarnar og nýtur hún sín vel innan um tölvugerð blóm og regnborga.

Tékkland önnur æfing Thomas Hanses

Gabriella frá Tékklandi æfir – mynd: Thomas Hanses

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s