Samhæfðar hreyfingar í Stokkhólmi – 1. hluti

Ýmiskonar dans og samhæfðar hreyfingar eru stór hluti af hverju júróvisjon atriði. Í ár ætlum við að leggja sérstaka áherslu á þennan þátt og velta fyrir okkur hvernig til tekst.

Í dag æfa allar þjóðir sem keppa fyrri undankeppninni í annað sinn á sviðinu í Globen og hreyfingar og dans að verða vel slípað fyrir keppnisdaginn sjálfan. Lítum á hvað boðið er upp á í dansi og samhæfðum hreyfingum hjá þeim sem æfðu í morgun.

Finnland
Sandhja syngur stuðlag sem alla langar að dansa við. Hvorki fer þó mikið fyrir samhæfðum hreyfingum eða útpældum atvinnumannadansi. Áhersla er lögð á það sem við kjósum að kalla stemmningsdans sem auðvitað er þaulæfður en lítur út eins og allar á sviðinu séu bara að dansa í gleði á dansgólfi á meginlandinu.

Finnland önnur æfing Andreas Putting

Mynd: Andres Putting

Grikkland
Það er náttúrlega við engu öðru að búast frá Grikkjum en mikilli hreyfingu og dansi á sviðinu og árið í ár en enginn undanteking. Það eru allskonar samhæfðar hreyfingar hér og þar ásamt danssporum inn á milli. Ekki eru allir jafn sleipir í hreyfingunum og eru enn að læra og telja út en við vonum að allt verði smollið saman á þriðjudaginn.

Grikkland önnur æfing Thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

 Moldóva
Lidia Isac dansar sjálf ekki mikið á sviðinu og í raun hreyfir hún varla fæturnar úr stað. Það þýðir þó ekki að enginn dans sé á sviðinu því henni til halds og traust er dansandi geimfari. Hann skellir saman hæfilega hressum jazz dansi við nokkur vel valinn breik spor, rétt eftir að hann smellir af sér geimhjálminum.

Moldova önnur æfing Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Ungverjaland
Bakraddir Freddies hafa samhæft hreyfingar sínar eins og bakröddum einum er lagið. Þar sem glóandi prikin virðast hafa verið skilin eftir heima er þeim mun mikilvægara fyrir þá að vera í takt meðan þeir dúa fastir á fótum með hendurnar nákvæmlega 15cm frá líkamanum. Nokkuð vel gert hjá öllum saman þó sentímetrabilið frá líkama að höndum hafi stundum verið mis mikið! Á sviðinu er líka dansari sem bæði dansar og trommar og tókst honum vel til!

Ungverjaland önnur æfing Thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Króatía og Holland
Króatar og Hollendingar bjóða hvorki upp á samhæfðar hreyfingar né dans í ár. Króatar bjóða fyrst og fremst bjóða upp á athyglisverðan kjól og búningaskipti meðan Hollendingar eru með hefðbundna hljómsveita uppsetningu.

Króatía önnur æfing- Andres Putting

Mynd: Andres Putting

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s