Dagbók Júró-Flosa: Nú byrjar ballið!

Það sem er ómissandi í undirbúningnum fyrir Júróvisjón er sko DAGBÓKIN HANS 
FLOSA!Hann ætlar enn og aftur að skella sér út til Júró-lands í Stokkhólmi 
og sendir okkur pistla og vidjó til að létta okkur biðina eftir jólunum 
Júróinu: 

„Ég trúi varla að það sé ár síðan að ég var dansandi og komandi í H&M í Vín. En það er víst komið að því að pakka niður og gera sig kláran að fara til Mekka júróvisjón, Svíþjóð.

Ég er ekkert smá spenntur þar sem ég hef aldrei komið til Stokkhólms og hef heyrt að það sé æðisleg borg. Svíar stóðu sig rosalega vel í Malmö með skipulagningu og það fór sko sannarlega vel um okkur í blaðamannahöllinni með allskyns góðgæti. Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með mér þessa 11 daga sem ég verð í Júróvisjón-landi og vonandi kemur eitthvað skemmtilegt úr því. Það er mitt markmið að fá eins mörg “selfie” og ég get áður en ég fer heim. Toppurinn væri að fá mynd með Sahara sem er ekki einu sinni að keppa en ég elska Kizunguzungu svo mikið. Eins og ég segi í myndbandinu þá væru öll lögin sem kepptu í Melodífestivalen velkomin í Júróvisjón því þau voru svo góð í ár. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað er í Topp 5 hjá mér hér: þið verðið að horfa á myndbandið hér fyrir neðan og það er kannski sumt sem kæmi á óvart. Þetta eru lögin sem ég hef hlustað mest á og syng og jafnvel dansa með. Hlakka til að deila með ykkur öllu sem fer fram hjá mér í Svíþjóð!“

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s