Söngvakeppnin í 30 ár: 25. hluti: „Það þarf meiri Lars í málið“

 

Hallgrimur Oskarsson

Hallgrímur Óskarsson

Eins og fram hefur komið í yfirferð okkar á sögu Söngvakeppninnar hefur fyrirkomulag hennar verið með ýmsum hætti. Framsetning og reglur hafa þróast og breyst milli ára og niðurstöður keppninnar og árangur í Júróvisjón verið misjafn í kjölfarið. Skoðanir á keppninni hafa verið ólíkar í gegnum tíðina og margir haft álit á því hvernig hún ætti að vera.

Hallgrímur Óskarsson lagahöfundur er einn af þeim sem hefur ákveðnar skoðanir á fyrirkomulagi keppninar. Allt um Júróvisjón settist niður með honum og ræddi um Söngvakeppnina frá mörgum hliðum.Fyrir þá sem ekki þekkja Hallgrím er hann m.a. höfundur framlags okkar frá árinu 2003, Open your heart, sem Brigitta Haukdal flutti. Hann hefur átt níu önnur lög í Söngvakeppninni og oft náð hátt; til að mynda árin 2009 og 2011 þegar lögin hans Undir regnbogann og Ég trúi á betra líf lentu í 2. sæti.

Hallgrímur lýsir sjálfum sér sem hollvini Söngvakeppninnar enda hefur hann oft tekið þátt og er mikill áhugamaður um keppnina. Hann segir að til þess að ná árangri í Júróvisjón-keppninni úti þurfi engu að síður að hafa það skýrt hvort Söngvakeppnin sé í raun leið til að velja framlag Íslands í Júróvisjón eða hvort hún eigi að vera lagakeppni hér heima fyrir:

„Í hugum fólks er Söngvakeppnin fyrst og fremst undankeppni fyrir Júróvisjón og því ætti að undirbúa hana sem slíka. Þetta er keppni og því þurfum við að setja í keppnisgírinn og leita leiða við að velja það framlag sem er vænlegast til árangurs í keppninni úti, bara rétt eins og þegar valið er í landsliðið í fótbolta. Þar eru þeir leikmenn valdir í liðið sem skara fram úr í íþróttinni og mynda saman lið sem er líklegt til árangurs enda spilað til að vinna, ekki til að vera með. Við eigum líka að taka þátt í Júróvisjón til að vinna!“

Tungumálafrelsi mikilvægt
Hallgrímur nefnir nokkur atriði sem hann telur mikilvægt að hafa í huga og breyta ef á að keppa til að vinna. Fyrst tiltekur hann tungumálið og bendir á að texti þurfi að hans mati að hafa jafnmikinn húkk og lagið sjálft, ef vel á að ganga.

„Að skilyrða að lögin séu flutt á íslensku í byrjun er í raun eins og að banna notkun ákveðinna hljófæra sem megi svo breyta síðar. Að banna t.d. selló væri furðulegt og það sama gildir um tungumál. Rödd flytjandans er eitt aðalhljóðfærið í laginu og blæbrigði ólíkra tungumála hafa áhrif á það hljóðfæri. Einnig er tungumálafrelsi mikilvægt út frá kynningarsjónarmiði: Að syngja fyrst á íslensku en ætla sér alltaf að syngja á öðru máli komist lagið alla leið, væri því næstum því eins og að kynna nýtt lag til sögunnar.“

Aukin fagmennska í lagavali
Aðspurður um valnefndina að baki lögunum í Söngvakeppninni segir Hallgrímur:
„Það er verið að passa að ekki sé vitað hver er í henni og það er allt í lagi. Í þessu litla landi er það bara mjög fínt. En útkoman úr henni einkennist oft af stefnuleysi í lagavalinu. Mig grunar að það sé vegna þess að of mikil áhersla sé lögð á að hlusta á lögin eins og þau hljóma núna, en ekki hvert er hægt að taka þau.“

Einnig telur hann að val laganna inn í keppnina sé annað atriði sem þurfi að huga að. Að hans mati sé það afturför að ætla höfundum að senda inn fullbúið lag því að fyrst og fremst eigi valnefndin að hlusta eftir góðri lagasmíð, óháð útsetningu eða söng sem geti komið á síðari stigum. Til að þetta geti átt sér stað verði því að vera fólk í valnefndinni sem hafi þann hæfileika að hlusta á lagasmíð en ekki lög. ,,Það sé ekki á færi allra að gera slíkt og því þarf að vanda valið í nefndina“ segir Hallgrímur. Tillaga Hallgríms er að RÚV fái til sín erlenda pródúsenta sem fengju öll innsend lög með sér eina helgi á afvikinn stað, t.d. í sumarbústað, og settu þannig fram val sitt án nokkurrar aðkomu annarra. Þannig næðist fram fagmennska í vali á laginu þar sem um væri að ræða eingöngu þá sem hafa eyra fyrir góðum lagasmíðum óháð útsetningu. „Þetta snýst um að gera meira af því að fá Lars í málið“, segir Hallgrímur til að leggja áherslu á mál sitt og vísar til Lars Lägerback landsliðsþjálfara í fótbolta.

cassette-tapes-back-from-the-dead1

En það er ekki bara valið á lögunum inn í keppnina sem skiptir máli, heldur líka valið í keppninni sjálfri að mati Hallgríms. Stundum sé ekki endilega vænlegast að láta þjóðina eina velja framlagið.

„Þegar þjóðin velur er oft á tíðum ekki verið að hugsa um þau fáu en mikilvægu atriði sem skipta máli til að ná góðum árangri. Að auki eru sjónvarpsáhorfendur ekki alltaf sammála um það sem gengur í Íslendinga og það sem gengur í Evrópubúa í keppninni. Því ætti endanlegt val á sigurvegara að speglast í þeim sem kjósa í lokakeppninni.“

Nefnir hann í því samhengi aðferð sem tekin var upp í Eystrasaltsríkjunum í kringum aldamótin. Þar var fenginn hópur fólks víða að úr Evrópu sem horfði á lögin og valdi síðar. Árangur Letta og Eista var með ágætum á þessum tíma og telur Hallgrímur fyrirkomulag valsins hafa haft þar mikið að segja. Einnig mætti horfa til þess sem Svíar gera með sína landskeppni þar sem lokakeppninni sé sjónvarpað til nágrannalanda og að þeir fái að taka þátt.

Samtal við myndavélarnar
Í huga Hallgríms er eitt meginatriði sem skiptir máli til að ná góðum árangri í Júróvisjón; að flytjandi komi vel út, sé „sympatískur“, í myndavélunum. „Þetta er svona blanda af því að vera tilfinningavera og að vera hugrakkur ásamt því að þora að vera alveg opinn og tala frá innstu hjartarótum við linsuna.“ segir Hallgrímur. Hann bætir við að það skipti höfuðmáli að ná til sjónvarpsáhorfenda um alla Evrópu í gegnum myndavélarnar til þess að fá kosningu og vill meina að framkoma í fjölmiðlum og uppákomum víðsvegar í aðdraganda keppninnar skiptir ekki nærri eins miklu máli þó að það sé gaman. Um möguleika Íslands til að vinna segir Hallgrímur:

„Sigurinn dettur inn þegar flytjandi kemur fram sem er sympatískur. Það er næstum því hægt að sigra með hvaða lag sem er, ef það er í meðallagi gott, það er hægt að vera með allskonar lög og allskonar útsetningar en það er ekki hægt að sigra ef flytjandinn kann ekki að tala við kameru.“

Sigur konseptsins
Aðspurður um hvort Jamala, sigurvegari Júróvisjon í ár, hafi náð að tala við myndavélarnar og vera sympatísk sagði Hallgrímur að hún hafi unnið því að hún hafi náð til fólks með skilaboðum um að vera á móti stríði og stríðsóðum valdhöfum sem skeyta engu um mannlega líðan og bætti við:

„Fólk er komið með nóg af slíku. Þannig náði Jamala betur til fólks en mörg önnur lög en ekki í gegnum lagasmíðina sjálfa heldur í gegnum skilaboðin og það hvernig hún lifði sig inn í skilaboðin á sviðinu. Lag hennar var e.t.v. ekki minnisstæðasta lagið sem slíkt en minnisstæðustu skilaboðin og mesta innlifunin á sviðinu. Þessi úrslit eru góð fyrir keppnina því að umbúðir og innihaldsleysi töpuðu fyrir framúrstefnulegu lagi með mikið innihald og flutning söngkonu sem greinilega var innilega að meina það sem hún var að syngja um.“ 

Hallgrími varð í spjalli okkar einnig tíðrætt um konsept laga í Júróvisjon en hann telur það vera mikilvægan hluta til að sigra. Nærtækt væri að skoða áfram sigur Jamölu í ár en Hallgrímur segir hann líka hafa verið sigur konspetins en ekki aðeins sigur lagsins:

„Hljóðhlutinn er þriðjungur, sjónræni hlutinn er þriðjungur en konsept lags, sem oft gleymist að vinna með er alveg jafnstór hluti. Auðskiljanlegt konsept Jamölu sem allir skildu samstundis var jafnmikilvægt í sigri hennar og innlifunin og lagið.“

birgitta haukdal

Birgitta Haukdal flytur lagið Open your heart í Júróvisjon 2003.

Sögustund AUJ: Sigur í Júró – lagið eða lookið?

Allt á suðupunkti eftir úrslitin og Jamala sigurvegarinn frá Úkraínu er sannarlega á allra vörum. Margar raddir hafa verið uppi um að aðrir hafi átt sigurinn skilinn/betri lög en við vitum auðvitað að það er bara einn sigurvegari og „the winner takes it all“

Við settumst niður við youtube (sem er allra nörda besti vinur þegar kemur að Júróvisjón!) og fórum að spá í gömlu sigurvegurunum. Hvaða ex-faktor höfðu þeir? Var það þessi gullna melódía sem náði að tryggja sigurinn? Eða var það kannski eitthvað annað? Við vitum jú að í þessari sjónvarpskeppni er ýmislegt annað sem hefur áhrif á áhorfendur og þær tölur sem þeir velja af skjánum. Það þarf þessa auka tengingu við myndavélar, vel útfært atriði og sjarma, alveg böns af sjarma. Er sjarmi þá kannski bara nóg?

Hér fyrir neðan er listi yfir síðustu tuttugu sigurvegara í Júróvisjón-keppninni og þær ástæður sem við teljum vera að baki sigrinum:

Ár Sigurland Flytjandi og lag Ástæða sigurs að mati AUJ
1996 Írland Eimear Quinn „The Voice“ Laglína
1997 Bretland Katarina & the Waves „Love Shine a Light“ Laglína
1998 Ísrael Dana International „Diva“ Laglína og kynþokki
1999 Svíþjóð Charlotte Nilsson „Take me to your heaven“ Kynþokki
2000 Danmörk Olsen-bræður „Fly on the wings of love“ Laglína
2001 Eistland Tanel&Dave „Everybody“ Laglína
2002 Lettland Marie N „I wanna“ Laglína
2003 Tyrkland Sertab Erener „Everyway that I can“ Laglína
2004 Úkraína Ruslana „Wild Dances“ Laglína
2005 Grikkland Helena Paparizou „My Number One“ Kynþokki
2006 Finnland Lordi „Hard Rock Hallelujah“ (Kyn)þokki og laglína (?)
2007 Serbía Marija Serifovic „Molitva“ Laglína
2008 Rússland Dima Bilan „Believe“ Kynþokki
2009 Noregur Alexander Rybak „Fairytale“ Laglína
2010 Þýskaland Lena „Satellite“ Kynþokki
2011 Aserbaídsjan Ell & Nikki „Running Scared“ Laglína eða (?)
2012 Svíþjóð Loreen „Euphoria“ Laglína
2013 Danmörk Emmelie de Forest „Only Teardrops“ Laglína
2014 Austurríki Conchita Wurst „Rise like a Phoenix“ Kynþokki
2015 Svíþjóð Måns Zelmerlöw „Heroes“ Kynþokki

Þegar við lögðum af stað með þetta sáum við þetta svart/hvítt; annaðhvort væri laglínan málið eða sjarminn. En við sjáum strax af þessum lista að vandkvæði eru þar á. Árin 1998 og  2006 sigruðu nefnilega lög sem höfðu talsvert af hvoru tveggja þó að misjafnar skoðanir geti verið um „kyn“þokka Lordi og félaga. Við klórum okkur líka dálítið í hausnum yfir 2011 – hvað höfðu þau Ell og Nikki? Sjarma? – afar takmarkaðan; okkur fannst þau dálítið eins og móðir og sonur og afskaplega lítið kemestrí. Góða laglínu? Tæplega, lagið þeirra er sennilega minnst spilaði sigurvegari ever! Gæti verið að orðrómurinn um að Aserbaídsjan hafi haft óhreint í pokahorninu sé sannur? Kannski erum við samt bara að missa af einhverju.

Alls eru þetta tuttugu lög og af þeim eru 11 lög klárlega með vinningslaglínur – á því leikur enginn vafi! Flóðhestur með hálsbólgu hefði getað sungið Molitvu og unnið, ef hann hefði verið sviðsettur á réttan hátt! Af þessum lista teljum við 6 lög klárlega hafa unnið út á sjarma viðkomandi flytjanda, skemmst að minnast Måns í fyrra. Jújú, lagið var ágætlega grípandi en hann hefði mögulega getað sungið Attikatti nóa og unnið með því! Fyrstu árin hafði enskan í laglínunni sitt að segja en við getum sagt að bomburnar Charlotte Pirelli og Helena Paparizou hafi rokkað kynþokkann á sviðinu og þar með var ekki aftur snúið!

Við sjáum líka að af þessum fyrrum tuttugu sigurvegurum voru aðeins tveir sem sungu á öðru tungumáli en ensku; 1998 þegar Dana International söng á hebresku og 2007 þegar Marija Serifovic söng á serbnesku. Nú hefur Jamala bæst í hópinn með hluta af laginu 1944 á krím-tatarísku.

Nú er spurning hvað hafi orðið til þess að Jamala vann. Vissulega hafði hún heilmikinn sjarma á sviðinu en laglína lagsins er ekki svo sterk að hún lifi endalaust (nema í höfðum okkar júrónördanna sem höfum hlustað á lagið í þrjá mánuði!) Líklega verður að segjast að hér hafi saga lagsins/boðskapurinn orðið hinu yfirsterkara – í fyrsta sinn í hartnær 20 ár! Lagið hennar Conchitu hafði jú boðskap en sviðsframkoman hennar var samt mun áhrifameiri sem slík heldur en umfjöllunarefni textans.

Við fögnum því að alvöruþrungið lag geti líka unnið þessa gleðikeppni þar sem lítið hefur farið fyrir þeim undanfarið og Jamala er vel að sigrinum komin 🙂 Hlustið endilega á plötuna hennar á Spotify, verðið ekki svikin af því!

Úkraínskur sigur í Júróvisjón 2016!

ap68821

Mynd: Andres Putting (EBU)

Jæja, við erum loksins búnar að jafna okkur eftir gærkvöldið – þvílíkt show og þvílík spenna í lokin! Við vorum nærri dottnar fram úr sætinu í stigagjöfinni og tárin spruttu fram þegar ljóst var að Davíð hafði sigrað Golíat og Úkraína bar sigur úr býtum. Við vorum ekkert sérstaklega sannspáar með topp tíu, jah og þó – við höfðum 6 lög þar inni af 10.

Að okkar mati átti Jamala algjörlega fyllilega sannarlega skilið að vinna – flutningurinn var hjartnæmur og fullkominn! Mikið hefur verið rætt um óeftirminnilegt lag og að þetta sé ekki Júróvisjón-lag sem eigi eftir að lifa. Það má alveg deila um það en hitt er alveg ljóst: Jamala samdi og flutti lagið af þvílíkri innlifun að enginn varð ósnortinn á þeirri stundu og þar með lifði það af undanúrslitin og komst á toppinn á úrslitakvöldinu. Er hægt að biðja um meira? Þetta er e.t.v. engin Euphoria en þarf sigurlagið alltaf að vera það?

13173770_993896293979919_1879893785799126068_n

Og já, JT var algjörlega æðislegur… hversu stórkostlegt að fá hann svona inn? Og skemmtiatriðið Love love peace peace er sænskt meistaraverk sem við eigum eftir að hlæja að langt fram á sumar!

Hér er nánari útlistun á úrslitunum gærkvöldsins og stigagjöf á undankvöldunum (via escdaily.com)

LAND SÍMA-KOSNING DÓM-NEFND BLANDAÐ
1 Úkraína 323 211 534
2 Ástralía 191 320 511
3 Rússland 361 130 491
4 Búlgaría 180 127 307
5 Svíþjóð 139 122 261
6 Frakkland 109 148 257
7 Armenía 134 115 249
8 Pólland 222 7 229
9 Litháen 96 104 200
10 Belgía 51 130 181
11 Holland 39 114 153
12 Malta 16 137 153
13 Austurríki 120 31 151
14 Ísrael 11 124 135
15 Lettland 63 69 132
16 Ítalía 34 90 124
17 Aserbaídan 73 44 117
18 Serbía 80 35 115
19 Ungverja-land 56 52 108
20 Georgía 24 80 104
21 Kýpur 53 43 96
22 Spánn 10 67 77
23 Króatía 33 40 73
24 Bretland 8 54 62
25 Tékkland 0 41 41
26 Þýskaland 10 1 11

Niðurstöður kosningar í fyrri semi-final:

LAND SÍMA-KOSNING DÓMNEFND BLANDAÐ
1 Rússland 194 148 342
2 Armenía 116 127 243
3 Malta 54 155 209
4 Ungverjaland 119 78 197
5 Holland 95 102 197
6 Aserbaídsjan 93 92 185
7 Austurríki 133 37 170
8 Kýpur 93 71 164
9 Tékkland 41 120 161
10 Króatía 53 80 133
11 Bosnia & Herzegóvína 78 26 104
12 San Marinó 49 19 68
13 Svartfjallaland 14 46 60
14 Ísland 24 27 51
15 Finnland 16 35 51
16 Grikkland 22 22 44
17 Moldóva 9 24 33
18 Eistland 15 9 24

Niðurstöður kosningar úr seinni semi-final:

LAND SÍMA-KOSNING DÓMNEFND BLANDAÐ
1 Ástralía 142 188 330
2 Úkraína 152 135 287
3 Belgía 135 139 274
4 Litháen 118 104 222
5 Búlgaría 122 98 220
6 Pólland 131 20 151
7 Ísrael 20 127 147
8 Lettland 68 64 132
9 Georgía 39 84 123
10 Serbía 50 55 105
11 Makedónía 54 34 88
12 Hvíta-Rússland 52 32 84
13 Noregur 34 29 63
14 Slóvenía 8 49 57
15 Írland 31 15 46
16 Albanía 35 10 45
17 Danmörk 24 10 34
18 Sviss 3 25 28

Þá er bara að snúa sér að PED-inu og byrja að telja niður í gleðina á næsta ári!

Spá AUJ fyrir úrslitin 2016!

auj_bleikt

Jæja það er komið að því, Júróvisjon fer í loftið eftir nokkra tíma og því komin tími á að spá í spilin. Rétt eins og áður spáum við hvaða tíu lög verði í topp 10 í engir sérstakri röð. Í lok kíkjum við svo á hvern við teljum vera líklegastan til vinna.

Hér eru lögin sem verða í topp 10 að okkar mati:

AUSTURRÍKI
ASERBAJÍAN
ÁSTRALÍA
BÚLGARÍA
ÍSRAEL
PÓLLAND
RÚSSLAND
LITHÁEN
ÚKRAÍNA
ÞÝSKALAND

Loks spáum við því að Rússland sigri keppnina og vonum þó eftir harðir keppni til að kvöldið verði sem mest spennandi!

"Júróvísurnar"

Eyrún Ellý Valsdóttir & Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

Óvæntu úrslitin í undanriðlum

Nú er stóri dagurinn runninn upp sem við erum að sjálfsögðu búin að bíða eftir frá því í fyrra! Allt er ljóst fyrir kvöldið, dómararennsli lokið og fátt eftir nema krossleggja fingur og vona það besta fyrir það sem við höldum með í kvöld. En rétt áður en það gerist ætlum við að rifja upp hvað kom okkur á óvart í undankeppnum.

Fyrri undankeppnin
Fyrst ber náttúrlega að nefna að við áttum ekki von á því að Greta Salóme sæti eftir og  væri ekki með í kvöld. Við erum ekki einar um það því bæði hrópuðu aðdáendur í salnum ,,Ísland Ísland“ og margir sem rætt hefur verið við hér eru steinhissa á úrslitunum.

Sama kvöld kom nokkuð á óvart að Tékkland komst áfram. Tékkar hafa ekki riðið feitum hesti frá Júróvisjon frá því þeir hófu þátttöku 2007. Í raun hafa þeir eingöngu keppt  fimm sinnum. Það var ekki fyrr en í ár að þeir komust áfram í úrslitun, öllum að því virðist að óvörum. Árangur þeirra í undankeppnum hafa einnig verið slappar en hæsta stiga skor þeirra er 33 stig auk þess að hafa náð þeim árangir að fá 0 stig þegar Cipzy.cz steig á stokk í Rússlandið árið 2009.

Tékkland Dress æfing úrslit Anna Velikova

Gabriela á annarri búningaæfingu fyrir úrslitin. Mynd: Anna Velikova

Loks er það að sjálfsögðu sögulegt að Grikkland hafi ekki komist áfram. Gengi Grikkja í keppninni hefur verið með eindæmum, þrátt fyrir að hafa bara unnið einu sinni. Frá því þeir hófu þátttöku 1977 hafa þeir verið 18 sinnum í topp 10 og 6 sinnumí topp 5 sem verður að teljast nokkuð góður árangur. Það hefur þó hallað örlítið undan fæti síðustu ár. Þrátt fyrir að þeir hafi komist í úrslitin 2014 og 2015 var árangurinn í úrslitunum eingöngu 19. og 20. sætið. Hvort um kennir efnahagskreppu eða flóttamannastraumi verður ekki sagt en við vonum sannarlega að Grikkir komi sterkir til baka!

Grikkland á sviðið í semi 1 2016 Andres PUtting

Grikkir á sviðinu í fyrri undankeppninni. Mynd: Andres Putting

Seinna undankeppni
Það var öllu færra sem kom á óvart í seinni undankeppninni en þeirri fyrri. Það var fyrst og fremst sú staðreynd að Búlgaría komst áfram í úrslitin sem kom verulega á óvart, ekki af því lagið var ekki gott heldur af því að Búlgari hafa eingöngu einu sinni komist áfram frá því þeir hófu þátttöku árið 2005 og því fengið stimplinn að eiga enga vini í Júróvisjon. Þeir komust þó áfram árið 2007 og enduðu í 5. sæti í úrslitunum en síðan þá hefur gengið illa þrátt fyrir frábær lög á borð við Angel Si Ti sem hinn eini sanni Miro fluttir árið 2010 og Na Inat í flutningi hennar Poli árið 2011.  En í ár kom Poli aftur og virðist bara hafa komið, séð og sigrað í undankeppninni að minnsta kosti!

Búlgaría kemmst áfram Andres Putting

Poli fangaði gríðarlega þegar ljóst var að hún komst áfram! Mynd: Andres Putting

 

 

Svíþjóð eitt Norðurlandanna í úrslitum

Nordic-flags

Eftir seinna undankvöldið í gærkvöld er nú orðið ljóst að Svíþjóð verður eina Norðurlandið sem keppir í úrslitunum á laugardaginn. Eftir mjög góð tæp 20 ár hjá Norðulöndunum virðist hrikta í stoðum þessa Júróvisjon veldis.

Það má segja að upprisa Norðurlandanna í Júróvisjon hafi hafist árið 1999 þegar Selma okkar varð í 2. sæti og hin sænska Charlotte Nilson (nú Pirelli) vann. Síðan þá hafa Norðurlöndin sigrað keppnina 7 sinnum og verið fjölda sinnum á topp 10. Nokkuð ber þó á milli landanna hversu oft þau hafa farið inn á topp 10. Meðan Finnland hefur bara verið einu sinni á topp 10 í lokakeppninni (árið sem Lordi vann) hefur Svíþjóð verið 11 sinnum á topp 10. Noregur og Danmörk koma þar á eftir en bæði lönd hafa verið samtals 7 sinnum á topp tíu frá árinu 1999. Ísland er svo í næstsíðasta sæti með 3 skipti á topp 10.

Öll árin frá 1999 hefur einhver Norðurlandaþjóð verið í topp 10 og aldrei áður hefur eingöngu ein Norðurlandaþjóð verið í úrslitum. Árið 2007 voru tvær þjóðir í úrslitum, Finnar sem þá héldu keppnina og Svíar.

Hvort árið í ár sé eingöngu undantekning og Norðurlöndin komi sterk til baka á næsta ári er ekki hægt að spá fyrir um en svo mikið er víst að Júróvisjon er oft á tíðum óútreiknanlegt og hvað sem er getur gerst!

Þessir komust áfram!

Þið tókuð kannski eftir því að það var enginn spá frá okkur í dag – það er meira hvað þessi vinna hefur verið að þvælast fyrir Júróvisjon síðustu daga! Það kom okkur margt á óvart eftir þriðjudagskvöldið og vonbrigðin voru mikil en nú höldum við ótrauðar áfram!

Þessi komust áfram úr seinni undanriðlinum og munu slást í hópinn fínalistunum 10 frá þriðjudagskvöldi ásamt Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Ítalíu, Spáni og Svíþjóð:

Serbía
Úkraína
Búlgaría
Ástralía
Pólland
Lettland
Gerorgía
Ísrael
Litháen
Belgía

 

SPÁ AUJ: fyrri undankeppnina

cropped-auj_bleikt.jpg

Fyrsta stórastund Júróvisjon 2016 nálgast enda fyrri undankeppnin í kvöld! Spennan nálgast hágmark hjá AUJ eftir að hafa fylgst með generalprufu og dómararennsli í gær. Flestir stóðu sig með mikilli prýði og auðvitað þykir okkur Greta Salóme bera af! Allur samanburður við rússneska atriðið flaug burt þegar við sáum þetta í sjónvarpinu.

Við erum ekki alveg sammála um hverjir fara áfram úr þessum riðli en eftirfarandi spáum við báðar áfram:

GRIKKLANDI
ARMENÍU
ASERBAÍSJAN
RÚSSLANDI
KÝPUR
ÍSLANDI
EISTLANDI

Þá spáir Eyrún BOSNÍU, HOLLANDI og MÖLTU áfram meðan Hildur spáir AUSTURRÍKI, SAN MARINO og UNGVERJALANDI áfram.

"Júróvísurnar"

Eyrún Ellý Valsdóttir & Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

 

 

 

 

Semi 1: Þetta sjáum við á sviðinu í kvöld!

Við erum orðnar spenntar fyrir kvöldinu og ákváðum að spá aðeins í æfingarnar. Hér tökum við saman smávegis tölfræði yfir það sem kemur til með að blasa við ykkur á skjánum í kvöld, þriðjudag:

  • Endurkoma The Spice-Girls!
  • 9 glæsilegar og sjarmerandi söngkonur sem sprengja alla skala
  • 5 afskaplega myndarlega og sjarmerandi söngvara
  • 4 tónlistargrúppur/hljómsveitir; tvær rokkaðar (þar af ein í búri), ein þjóðlagasveit og 1 sambræðing söngvara, rappara og sellóleikara
  • 3-4 etnísk hljóðfæri og mikinn trumbuslátt
  • köntríslagari og diskónúmer – allt eftir bókinni!
  • tvo sundboli og önnur búningaskipti sem afhjúpa gamlan Las Vegas glimmerkjól frá Celine Dion!
  • tvö atriði með áberandi fjaðragrafík og önnur tvö með blómagrafík…
  • Hin ýmsu sirkusatriði sem allir geta verið stoltir af: Geimfari, ofvaxinn kímónó,  spilagaldur, pýró-ljósafoss og gaddavírsveggur!