Veðbankar 2016 – II. hluti

via Eurosong.tumblr.com

via Eurosong.tumblr.com

Það er kominn tími til að líta á stöðuna í veðbönkunum nú þegar dagarnir eru aðeins 14 fram að úrslitakeppni – tvær vikur, gott fólk!! Eru Amír og Sergey saman á toppnum eins og þeir hafa verið? Látum okkur sjá:

Veðbanki Nr. 1 Nr. 2 Nr. 3 Nr. 4 Nr. 5
Oddschecker.com Rússland Frakkland Ástralía Svíþjóð Búlgaría
Paddypower.com Rússland Frakkland Svíþjóð Ástralía Búlgaría
William Hill Rússland Frakkland Ástralía Búlgaría Malta
ESC stats.com Frakkland Rússland Búlgaría Ástralía Spánn
Júróvisjón 2016-hópurinn á FB Frakkland Ástralía Rússland Króatía Búlgaría
OGAE Big Poll Frakkland Rússland Ástralía Búlgaría Ítalía

Hér getum við sagt að línurnar séu lagðar því að Frússar halda toppnum (Frakkar og Rússar). Ástralska lagið er oftast á hæla þeirra og Poli hin búlgarska og Svíinn Frans blanda sér líka í baráttuna. Það er nokkuð ljóst að allt bendir til þess að þessar þjóðir verði í toppbaráttunni.

Veðbankarnir eru yfirleitt naskir á sigurvegarann og hafa verið mörg undanfarin ár (nema 2014, því Conchita kom svo svakalega á óvart!) og þó að við séum enn ekki farin að sjá sviðsetningu laganna er þetta ágætt veganesti inn í keppnisvikurnar sem koma.

En Ísland, hvar er Gretu nú að finna á listunum?

Veðbanki Sæti
Oddschecker.com 19. sæti
Paddypower.com 23. sæti
William Hill 23. sæti
ESC stats.com 22. sæti

Að auki er Hear them calling í 15. sæti í OGAE Big Poll-könnuninni nú þegar 38 klúbbar hafa skilað inn atkvæðum sínum. Í sjálfu sér er breytingin ekki mikil en ef marka má þessa útkomu komumst við Íslendingar þó í úrslitakeppnina.

Næst tökum við saman veðbankatölfræðina eftir viku, þá verða æfingar byrjaðar og vænta má að þá muni þetta e-ð stokkast upp.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s