Yfirferð laga 2016 – 37/43 Belgía

pizap.com14594232060141

Lag og flytjandi: Laura Tesoro – What’s the pressure
Besti árangur: 1. sæti 1986
Umfjöllunarefni í þremur orðum: „Enginn undir pressu
Uppáhaldið okkar:  Loïc Nottet – Rhythm inside

Hildur segir: Það má eiginlega segja að Belgar hafi verið með ,,kombakk“ í keppninni í fyrra þegar þeir komu tilbúnir í slaginn með frábært lag og náðu árangri eftir því. Þótt lagið í ár sé langt frá því að vera jafn gott og í fyrra eru þeir minna út á túni en oft síðust árin. Lagið er undir áhrifum frá Michael Jackson og þar af leiðandi dansinn í myndbandinu líka. Laura er kannski með helst til of veika rödd til að lyfta laginu á næsta stall en þangað þyrfti það að fara til að vera að einhverju sem á í raun einhverja möguleika. Það má þó búast við glæsilegri danssýningu, jafnvel smá moonwalk hjá Belgum.

Eyrún segir: Já, hér mætir diskóið og jújú gott og blessað að hafa smá af því í hvorri undankeppni (finnska gellan er í fyrri keppninni). Og hressandi svona undir lok kvöldsins. Ég ætla að vera taktísk og segja að rétt eins og Donny Montell komst áfram síðastur á svið 2012, með blindu ástina sína, kemst Laura áfram með því að vera síðust á svið á seinna undankvöldinu. Hún er sjarmatröll og atriðið verður örugglega skemmtilegt en guð veit svo hvað gerist á úrslitakeppninni.

belgia_laura

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s