Yfirferð laga 2016 – 31/43 Búlgaría

pizap.com14594232060141

Lag og flytjandi: Poli Genova – If Love Was A Crime
Besti árangur: 5. sæti 2007 – Water
Umfjöllunarefni í þremur orðum: „Ósigrandi glæpamenn ástarinnar
Uppáhaldið okkar:  Hann Miro okkar – Angel Si Ti

Eyrún segir: Um leið og lagið byrjar heyrir maður strax að þetta er nútímalegt popplag með hljóðeffektum sem trenda núna, en líka bara vel samið af fjölþjóðlegu lagahöfundateymi. Poli er líka stórkostlegur listamaður og Na Inat frá 2011 náttúrulega klassík. Ég er mjög hrifin af þessu lagi og finnst það eiga fullt erindi í toppbaráttuna. Áfram Poli!

Hildur segir: Það er ennþá óskiljanlegt að Poli hafi ekki komist í úrslitin 2011 með Na Inat. Það var nútímalegt og skemmtilegt og Poli er frábær performer og í miklu uppáhaldi. Ég hoppaði því hæð mína þegar ég sá að hún myndi taka þátt aftur í ár. Lagið hennar í ár greip mig ekki alveg jafn hratt og Na Inat en það er virkilega vel smíðað og gott nútímapopp sem er svolítið ferskur blær í þessari keppni. Lagið er eitt af mínum uppáhalds í ár og ég vona heitt og innilega að Poli komist í úrslitin og  blandi sér í toppbaráttuna þrátt fyrir vinaleysi Búlgaríu í keppninni.

bulgaria_poli

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s