Yfirferð laga 2016 – 30/43 Rúmenía

pizap.com14594232060141

Þrátt fyrir að Ovidiu blessaður fái ekki að taka þátt í Júróvisjón í ár, vegna skuldar rúmenska sjónvarpsins TVR við EBU, fannst okkur ekki hægt að sleppa umfjölluninni um Rúmeníu! Við skuldum honum nú allavega það að tala um lagið!

Lag og flytjandi: Ovidiu Anoton – Moment of Silence
Besti árangur:  3. sæti 2010
Umfjöllunarefni í þremur orðum: „Dottinn úr keppni
Uppáhaldið okkar: Mandinga – Zaleilah

Hildur segir: Það togast á í mér hvort ég sé hálf fegin að þetta lag verði ekki með í keppninni eða hvort við höfum misst af gríðarlega skemmtilegu showi. Lagið er náttúrlega eins og eitthvað úr slæmum söngleik og Ovidiu minnir mig einhvern vegin á Matta Matt þegar hann söng Eldgos í söngkeppnina hér heima. Það dylst ekki að Ovidiu hefur gríðarlega rokkrödd og ég held bara að Friðrik Ómar ætti að bjóða honum að vera með í næsta rokkshowi í Eldborg.

Eyrún segir: Hér er komið týnda lagið úr söngleiknum um Drakúla… er hann ekki örugglega settur reglulega upp í Rúmeníu? Mikið sjónarspil var á sviðinu í undankeppninni og við búumst nú svo sem ekki við neinu öðru af Rúmenum sem hafa fært okkur ýmsa snilld á borð við Paulu og Ovi, Mandinga og Balkan-stúlkurnar! Alltaf frábært að hafa litríkt og húmorískt atriði inn á milli og ég hlakkaði mikið til að njóta dramatíkurinnar, reyksins og dans mannsins með sverðið!

rumenia_ovidu

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s