Yfirferð laga 2016 – 29/43 Slóvenía

pizap.com14594232060141

Lag og flytjandi: ManuElla – Blue and red
Besti árangur: 7. sæti 1995 og 2001
Umfjöllunarefni í þremur orðum: „Brosum gegnum litagleðina
Uppáhaldið okkar:  Nusa Derenda – Energy

Hildur segir: Slóvenía hefur ekki riðið feitum hesti frá þessari keppni eins og besti árangur þeirra sýnir. Þá hafa þeir eingöngu fjórum sinnum komist í úrslitin eftir að forkeppnir voru teknar upp. Hvað gerist í ár finnst mér óljóst og mun ráðast mikið af framsetningu á sviði og stemningu. Fyrst þegar ég hlustaði á öll lögin setti ég samasem merki milli framlags Slóvena og Hollendinga og hafði nóterað hjá mér að þetta lag þætti mér betra en það hollenska. Mér þykir hins vegar lagið verða leiðigjarnt við frekari hlustun og langar hreinlega ekkert voða mikið að hlusta. Ég hugsa að ég myndi skipta um stöð ef það kæmi í útvarpi.

Eyrún segir: Þetta popp með köntrírokk áhrifum nær mér ekki og mér finnst hreinlega leiðigjarnt til lengdar þetta „ah-í-ah-e-ah-íh“ sem byggir upp að viðlaginu. Ég átta mig líka engan veginn á því hvað hún er að syngja um. Forval repúblikana og demókrata í Bandaríkjunum? Ég held ekki að þetta geri neitt á sviðinu, því miður.

slovenia_manuElla

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s