Yfirferð laga 2016 – 26/43 Makedónía

pizap.com14594232060141

Lag og flytjandi: Kaliopi – Dona
Besti árangur: 14. sæti í aðalkeppninni 2006 – Elena Risteska með Ninanajna
Umfjöllunarefni í þremur orðum: „Konan er dularfull
Uppáhaldið okkar:  Karolina – Mojot Svet

Eyrún segir: Hún Kaliopi er mætt aftur og ég stend við það sem ég skrifaði árið 2012 um hana; hún er svo sannarleg einn af minnst hræðilegu makedónsku listamönnum sem við höfum séð í Júróvisjón! Lagið hennar, Dona (kona) er falleg ballaða sem hún flytur vel með sinni rifnu rödd og minnir mig á Önnu okkar Vissi og ekki leiðum að líkjast. Kaliopi syngur á móðurmálinu eins og hún gerði 2012 og það er mjög hljómfagurt. Ég er allavega í Kaliopi-liðinu og vona að hún komist áfram!

Hildur segir: Ég elska rödd Kaliopi enda sökker fyrir dökkum rámum kvennröddum. Lagið hennar í ár olli mér þó svolitlum vonbrigðum og lagið kemst langt með að lenda í flokknum Vonbrigði viðlaganna. Það byrjar svo vel og gefur góða von um dásemdar balkanballöðu en viðlagið er bara ekki nógu gott samanborið við versið. Ég er þó eiginlega viss um að Kaliopi fer fram og held með henni því lagið er þokkalegt og hún sjálf er algjört æði!

Makedonia_Kaliopi

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s